Evra eða ESB?

Nú er ég ráðvilltur. Ég er ekki alveg að skilja nálgun þingflokks Samfylkingarinnar í Evrumálinu. Af hverju er verið að tala um að taka upp Evruna? Eða festa gengi krónunnar við Evruna? Nú er ég ráðvilltur. Ég er ekki alveg að skilja nálgun þingflokks Samfylkingarinnar í Evrumálinu. Af hverju er verið að tala um að taka upp Evruna? Eða festa gengi krónunnar við Evruna?

Af hverju tölum við ekki bara fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið – það er jú stefna flokksins. Erum við hrædd við að tengja gengisumræðuna við Evrópusambandið?

Nú er lag sem aldrei fyrr. Nú er mjög auðvelt að benda á kosti aðildar og allt sem við græðum við inngöngu, t.d. stöðugan gjaldmiðil og svo margt margt fleira!

Við inngöngu
Það er klárt mál að við inngöngu í Evrópusambandið verður Ísland að taka upp gjaldmiðil sambandsins. Ráðamenn í Brussel hafa talað mjög skýrt í þeim efnum. Eftir síðustu stækkun verða ekki veittar undanþágur frá upptöku sameiginlegrar myntar.

Það er þó rétt að árétta það strax, til að forðast allan misskilning og útúrsnúning, að það þýðir ekki að við getum ekki samið sérstaklega um sjávarútveginn, stöðu íslensku kindarinnar og pulsunnar.

Ef við erum á þeim buxum á annað borð, er fullt, fullt af styrkjum sem við getum sótt um til sambandsins (ESB, ekki SÍS). Sem dæmi er miklum fjármunum eytt ár hvert í að styrkja landbúnað á heimskautasvæðum (sem við teljumst víst vera). Ef það er það sem við viljum á annað borð gera. Þeir gætu nýst öðrum. Þurfum við að vera í samkeppni um styrki við fátæka bændur í Austur Evrópu?

En það er útúrdúr.

Evrópuumræðan
Er Evrópuumræðan innan Samfylkingarinnar í einhverri lægð? Höfum við ekki örugglega ennþá þor í að segja ,,við erum flokkur sem vill aðild að ESB” og standa fast á því. Mér þykir allt annað útúrsnúningur og blekking við kjósendur.

Aftur, við eigum að hamra á kostum aðildar og Evran er jú, einn af þeim ótvíræðu kostum.

Ungir jafnaðarmenn hafa alla tíð talað mjög skýrt í þessum efnum. UJ var fyrst allra stjórnmálahreyfinga á Íslandi til að hafa aðild að ESB í stefnu sinni, og þaðan rataði hún inn í stefnu flokksins, í samræmi við póstkosningu um aðild.

Verum stolt af því að vera flokkur Evrópusinna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand