Étur kynlífsbyltingin börnin sín? (Seinni hluti)

Rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að klám verður sífellt grófara. Framleiðendur klámefnis staðfesta þetta og segja að sökin sé ekki sín heldur markaðarins sem alltaf vill sjá meira og meira og að gengið sé lengra og lengra. Klúrara klám
Rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að klám verður sífellt grófara. Framleiðendur klámefnis staðfesta þetta og segja að sökin sé ekki sín heldur markaðarins sem alltaf vill sjá meira og meira og að gengið sé lengra og lengra.

Víbradorar í morgunmat
Sérhæfðum verslunum með ýmiskonar kynlífshjálpartæki og klámefni til sölu hefur fjölgað mikið hérlendis og fulltrúar þeirra koma reglulega fram í fjölmiðlum og kynna vörur sínar. Sem dæmi um hversu opin og móttækileg við Íslendingar eigum að vera orðin í kynlífsmálum þá fara slíkar hjálpartækjakynningar m.a. fram í morgunsjónvarpinu sem börnin okkar horfa á yfir morgunmatnum. Klámspólurnar sem þessar sömu verslanir selja eru víst miklu nær hreinu og beinu ofbeldi en nokkurn tímann erótík.

Ofbeldi hin nýja erótík?
Nóg er að hlusta á stráka spjalla í búningsherbergjum til að heyra hvernig þetta ofbeldisklám er að skekkja öll viðhorf þeirra. Og það eru ekki bara þeir. Því unglingsstúlkur sem forvitnar eru um samskipti kynjanna verða fyrir sömu áhrifum af vídeómyndum, internetinu og fjölmiðlum. Áhrifin eru alvarleg. Heilbrigðisstarfsmenn benda á að aukinn fjöldi unglinga þarf að leita sér læknishjálpar eftir að hafa tekið þátt í eftiröpun á grófu klámefni.

Sakleysið á undanhaldi?
Kynslóðabilið gerir okkur kannski erfitt fyrir að taka betur á þessum málum. Himinn og haf er á milli okkar sem eldri erum og hinna yngri þegar viðhorf til kynlífs er annars vegar.

Eini brúskurinn í sturtunni
Vinkonu minni, sem hingað til hefur ekki viljað kenna sig við afturhald af nokkru tagi, brá í brún þegar hún fór í fyrsta sinn í sund í Reykjavík eftir að hafa verið í námi erlendis. Fannst henni sem horft væri á sig með vanþóknun vegna þess að hún var ekki jafn rækilega snyrt um kynfærin og kynsystur sínar. Gilti það jafnt um unglingsstelpur og stútungskvensur. Hvergi sást stingandi strá. Allar klárar í bátana svo gripið sé til líkinga sem við “teprurnar” notum gjarnan.

Þú getur aldrei verið of sexý
Ljóst má vera að meira og meira er á sig lagt til að ná fram réttri formúlu af kynþokka. Húðflúr, líkamslokkar, skurðaðgerðir, allt er þetta víst nauðsynlegt til að nálgast fyrirmyndirnar, hvort sem þær eru úr tónlistarmyndböndum, tískublöðum eða bíómyndum. Eru þeir sem taka þátt í þessu kapphlaupi að hugsa vel um útlitið eða eru þeir fastir í vítahring lélegs sjálfsmats? Sætta þeir sig við kynlíf þegar þeir í raun vilja ást?

Er ástin úr sílikoni?
Hvenær varð kynlífið okkar svona neyslutengt? Talað er um það á sama hátt og tívolítæki eða kökuhús: „Hefur þú farið í þetta tæki?“ „Hefur þú smakkað þessa sort?“ „Hefur þú gert það í þessari stellingu?“ „Þú verður að prófa þríleik!“

Samt erum við oft ófullnægð og óhamingjusöm
Eru skyndikynni skyndilausn á einmanaleika okkar? Við óskum þess öll að vera þráð og elskuð. Er þetta framtíðin? Á öllum sviðum getum við keypt gervilausnir. Við borðum kjúklingabita, förum svo á fitubrennslunámskeið, étum svo töflur til að hámarka árangurinn á sem skemmstum tíma. Í nútímanum snýst allt um neyslu. Instant fullnægju á þörfum okkar. Það snýst um að troða hamingjunni inn í yfirfulla stundarskrá.

Kynlíf = Tveir einstaklingur fróa sér á hvor öðrum?
Hvenær hætti kynlíf að snúast um getnað annarsvegar og tjáningu á ást og samruna tveggja einstaklinga hinsvegar. Vonandi er þetta ennþá þannig hjá þér. Ekki vill ég herma upp á fólk að það lifi vondu og ópersónlegu kynlífi. En er ég að mistúlka andann í samfélaginu? Hefur ekki eitthvað breyst?

Sendiboðinn skotinn
Þegar fyrrum ritstjóri Pólitíkur, Ómar Rafn Valdimarsson, vakti í grein hér á þessu vefriti, athygli á ósmekklegu útvarpsgríni Jóns Gnarrs, þar sem sviðsett var misnotkun föðurs á syni sínum, þá ringdi reiðilegum tölvubréfum yfir ritstjórnina. Flest áttu þau það sameiginlegt að úthrópa Ómar fyrir meinta þröngsýni hans og húmorsleysi. Það væri að ráðast á tjáningarfrelsið að gagnrýna afþreyingu þar sem sifjaspell er haft í flimtingum. Seinna kom í ljós að flestir auglýsendur þjáðust af sama skorti á húmor og Ómar Rafn og varð það að sögn útvarpsstöðinni að falli því hún var lögð niður skömmu síðar.

Barnaklám ekki lengur fyndið?
Hefðu menn verið jafn fljótir upp til varnar og víðsýni ef búið hefði verið að góma barnaklámsmanninn þegar þetta var? Er það ein möguleg afleiðing kynlífsbyltingarinnar að við veigrum okkur frekar við að benda á grunsamlega kynhegðun? Sofnum við frekar á verðinum gagnvart kynferðisglæpum þegar hið uppáþrengjandi frjálslyndi skellur sífellt á okkur? Ég veit það ekki.

Klámmyndaleikkonan Ciccolina hafði það á stefnuskrá sinni að leyfa kynlíf með börnum þegar hún bauð fram í nafni Ástarflokksins á Ítalíu. Stjórnmálamenn geta vissulega túlkað áhyggjur okkar og haft áhrif á umræðuna.

Það er þó alltaf von
Ungt samfylkingarfólk í Reykjavík hefur hvatt til þess að Birgittu Haukdal verði veitt fálkaorðan. Þá lítum meðal annars til þess með hvaða hætti hún hefur náð sínum vinsældum. Það hefur hún gert með með sjálfsöryggi, þokka og þor og án þess að leggjast jafn lágt og sumar erlendar stallsystur hennar sem koma fram svo gott sem naktar. Einhverjir segja að það sé eina leiðin til að fá athygli. Birgitta hefur afsannað að svo sé. Við getum snúið við. Þetta er komið meira en nóg.

Klisjan um hvað sé til ráða
Ég er með þessari grein ekki að hvetja til aukinna hafta og hamlna á kynlífsiðnaðinn, fjölmiðla eða athafnafrelsi einstaklinga. Ég tel að það sé aðeins í örfáum tilfellum sem ríkisvaldið geti haft bein áhrif á þróunina.

Verum Velvakandi
Ég mæli hins vegar með því að við leitum Vesturbæjar-húsmóðurinnar innra með okkur og að við leyfum henni að brjótast út við og við. Ræktum blygðunarkenndina! Hún er ekki alltaf upprunnin í kreddum. Stundum er hún eðlilegt viðbragð heilbrigðra tilfinninga þegar að sjálfsvirðingu okkar er ógnað og við sættum okkur hreinlega ekki við eitthvað.

Stígum fram og sýnum unga fólkinu að það er ekki púkó að setja persónuleg mörk.

Segjum: „Þetta vil ég ekki!“

Fyrri hluti greinarinnar birtist í gær og má lesa hann með því að smella hér rétt fyrir neðan.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand