Er Samfylkingin að færast til hægri?

Undanfarna daga hafa sumir lýst því yfir á opinberum vettvangi að Samfylkingin sé að „færast til hægri“ eins og þeir orða það. Skoðum, áður en lengra er haldið, brot af því sem flokkurinn stendur fyrir: Undanfarna daga hafa sumir lýst því yfir á opinberum vettvangi að Samfylkingin sé að „færast til hægri“ eins og þeir orða það.

Skoðum, áður en lengra er haldið, brot af því sem flokkurinn stendur fyrir:

Samfylkingin vill bæta kjör þeirra sem minnst hafa; styrkja stöðu atvinnulausra, öryrkja og láglaunafólks.
Samfylkingin hafnar skólagjöldum í grunnskólum, framhaldsskólum og opinberum háskólum.
Samfylkingin vill afnema leikskólagjöld í áföngum, byrja á 5 ára börnum.
Samfylkingin vill byggja upp heilbrigðiskerfið, stytta biðtíma og bæta þjónustuna við alla, óháð efnahag.
Samfylkingin vill hækka barnabætur.
Samfylkingin vill stórátak í byggingu leiguhúsnæðis og létta álögum af íbúðarkaupendum.
Samfylkingin vill stórauka framlög til þróunarmála.
Samfylkingin vill fara eins vel með skattfé og hægt er og lækka skatta þannig að gagnist öllum.
Samfylkingin gerir sér grein fyrir því að til að hægt sé að fjármagna þau loforð sem hún boðar, verður að tryggja stöðugt efnahagslíf og jafnan og góðan hagvöxt.

Sjálfur sé ég ekki af þessu að Samfylkingin sé að hverfa frá grunngildum sínum á neinn hátt. Eða að „færast til hægri“ með öðrum orðum.

Ekki nema menn séu ennþá fastir í þeim kreddum að til þess að vera félagslega sinnaður þurfi maður að vera þeirra skoðunar að ríkið eigi að eiga og reka banka, síma, skipaflutninga og útgerðarfyrirtæki. Ekki nema menn séu ennþá þeirrar skoðunar að það að vilja að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, dugi ekki til að teljast vinstrimaður; vinstrimenn treysti nefnilega engum til að gera hlutina nema ríkinu.

En svo spyr ég mig aftur á móti: Hvað um það þótt einhverjir segi að Samfylkingin sé að „færast til hægri“?

Sjálfum stendur mér nefnilega alveg nákvæmlega á sama um hvort ég er skilgreindur sem hægri-, miðju- eða vinstrimaður í pólitík. Ég tel það yfirhöfuð engu skipta hvaða hugtök fólk notar til að lýsa skoðunum sínum eða annarra. Það eina sem ég hef áhuga á er hvað menn myndu gera, réðu þeir för í þjóðfélaginu, og hvort það sem þeir myndu vilja gera sé raunhæft og framkvæmanlegt.

Ef einhver segist ætla að beita sér fyrir því sem er í samræmi við lífsskoðanir mínar, til dæmis að hækka barnabætur, afnema leikskólagjöld, efla heilbrigðisþjónustuna og skera upp herör gegn óþarfaútgjöldum ríkissjóðs, þá legg ég við hlustir. Alveg sama hvort viðkomandi er skilgreindur hægri-, vinstri- eða miðjumaður af sér eða öðrum. Alveg sama hvort viðkomandi ætlar að beita ríkisvaldinu einu, eða vinna með einkaaðilum, til að ná markmiðum sínum.

Og ég myndi vilja kjósa slíkan mann til að stjórna landinu ef ég teldi hann ekki bara mann orða heldur líka athafna. Ef ég teldi að honum væri treystandi til að koma stefnumiðum sínum þannig í framkvæmd að þjóðarhagur vænkaðist.

Þannig held ég líka að meirihluti þjóðarinnar hugsi. Sem betur fer.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand