Er Íraksstríðið orðið að klisju?

Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar ég heyri fólk segjast vera búið að fá hundleið á umræðunni um stríðið í Írak; það sé endalaust mikið búið að skrafa um þetta og við fáum engu breytt – íslensk stjórnvöld hafa vissulega tekið sína ákvörðun og henni verður ekki breytt. Svo einfalt er það. Þessi málflutningur er satt best að segja hlægilegur. Að sjálfsögðu höfum við öll fengið upp í kok á þessu Íraksstríði! Það eru hvort eð er allir andvígir því og afstaða þeirra tvímenninga Halldórs og Davíðs á samt sem áður að endurspegla viðhorf þjóðarinnar. Aldrei gæti ég sætt mig við að vera í þeim stjórnmálaflokki þar sem maður þyrfti að lúta valdi þvílíkra smáborgara sem Davíð og Halldór sannarlega eru, með fullri virðingu. Slíkur hugsunarháttur hæfir bara ekki leiðtogum í velferðarríki. Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar ég heyri fólk segjast vera búið að fá hundleið á umræðunni um stríðið í Írak; það sé endalaust mikið búið að skrafa um þetta og við fáum engu breytt – íslensk stjórnvöld hafa vissulega tekið sína ákvörðun og henni verður ekki breytt. Svo einfalt er það. Þessi málflutningur er satt best að segja hlægilegur. Að sjálfsögðu höfum við öll fengið upp í kok á þessu Íraksstríði! Það eru hvort eð er allir andvígir því og afstaða þeirra tvímenninga Halldórs og Davíðs á samt sem áður að endurspegla viðhorf þjóðarinnar. Aldrei gæti ég sætt mig við að vera í þeim stjórnmálaflokki þar sem maður þyrfti að lúta valdi þvílíkra smáborgara sem Davíð og Halldór sannarlega eru, með fullri virðingu. Slíkur hugsunarháttur hæfir bara ekki leiðtogum í velferðarríki.

Bið ársins?
Ég las athyglisverðar fullyrðingar á Vefþjóðviljanum um daginn. Þar er m.a. sagt að stjórnarandstöðunni hafi ekki dottið í hug að semja þingsályktunartillögu um fjarlægingu Íslands af lista hinna staðföstu þjóða fyrr en 16 mánuðir hafi liðið frá lokum innrásarinnar. Maður lítur um öxl og fer að velta því fyrir sér hvað hafi verið í gangi fram að því. Allan þann tíma sem innrásin í Írak hefur staðið yfir hafa kröftug mótmæli verið víða, hér á landi og ytra. Sama dag og Davíð tók þessa örlagaríku ákvörðun sína um stuðning íslenska ríkisins við innrás Bandaríkjamanna í Írak ætlaði allt um koll að keyra og hæpið er að fullyrða sem svo að umræðan sé að hefjast nú fyrir alvöru. Innrás og ekki innrás, það skiptir ekki máli. Ófremdarástand ríkir í Írak og það að Íslendingar skuli styðja stríðið, hvað sem á að kalla það, er óásættanlegt. Það er aldeilis hógværðin hjá vinum okkar í Andríkinu.

Vilji þjóðarinnar liggur skýrt fyrir – eða hvað?
Eitt er þó vandamál í þessu samhengi, en það varðar afstöðuleysi borgaranna til stríðsins á úrslitastundu. Hvorki hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum né þingkosningar á Íslandi orðið til þess að breyta stefnu yfirvalda í þessum málum. Íslenska ríkisstjórnin hélt velli, naumlega, og sama er að segja um Bandaríkin. Er þ.a.l. nærtækt að mati stjórnvalda að álykta sem svo að vilji þjóðarinnar liggi fyrir – fólk sé almennt sátt við stefnu Halldórs og Davíðs og innrásina sem slíka. Þetta minnir dálítið á það þegar Davíð Oddson sat í borgarstjórastól og lét gera könnun um afstöðu borgarbúa til hundahalds í Reykjavík. Um 10% voru hlynntir hundahaldi en 90% andvígir. Borgarstjóri fékk ekki annað séð en vilji borgarbúa væri á þá leið að hundahald ætti að leyfa, með takmörkunum. Þar á ferð var svo sannarlega maður sem hlustaði á öll sjónarmið!

Framsæknar túlkanir á afstöðu þjóðarinnar gefa ætíð tilefni til skrafs. En íslensku þjóðinni er misboðið í þetta sinn. Skoðanabræður- og systur Davíðs og Halldórs eru ekki á hverju strái, öðru nær. Sjaldan, ef þá nokkru sinni fyrr, hefur Sjálfstæðisflokkurinn misst svo marga unga stuðningsmenn vegna stuðnings síns við stríðið. Og manni blöskrar svo að þessir svokölluðu ráðamenn þjóðarinnar liggi á skoðunum sínum af einskærri hræðslu við yfirboðara sína. Kristinn H. Gunnarsson gerði þá ógurlegu skyssu að fylgja eigin réttlætiskennd og öll vitum við hvernig fyrir honum fór.

Æ, ekki aftur!
Það er þó hið undarlegasta mál, að alltaf virðast Davíð og Halldór jafn undrandi þegar Íraksmál koma til umræðu. Í Kryddsíld, áramótaþætti Stöðvar 2, voru þeir inntir svara um þessi mál og daprari menn voru vandfundnir. Þetta stríð átti að gleymast, eins og öll þeirra fornu mistök. Þjóðin virðist hafa gleymt fjölmiðlamálum og hæstaréttardómurum, og einnig mistökum liðinna ára. Þjóðin er orðin þreytt á stríðinu en ekkert er sárara en að vita að nafn okkar eigin þjóðar er á þessum alræmda stuðningslista. Það er satt best að segja svo særandi fyrir okkar þjóðarstolt að sjá Davíð Oddson krjúpa fyrir galgopanum George W. Bush, þegar sá síðarnefndi veit líklega ekki muninn á Írlandi og Íslandi.

Það er ljóst, að Saddam Hussein var hrottalegur harðstjóri…
Og að okkur leynist sá grunur að Davíð og Halldóri sé orðið heldur fátt um svör. Það er nú einusinni svo að þegar þú myndar þér ekki skoðun í samræmi við eigin samvisku mun koma sú stund að endalaus endurtekning á sömu rökunum hættir að nægja. Við erum ekki í stríði við Írak vegna þess að Saddam er vondur. Við erum heldur ekki í stríði við Írak vegna þess að við viljum koma á lýðræði í landinu. Hvað veit Halldór Ásgrímsson um að Arabaþjóðir kæri sig um lýðræði yfir höfuð? Og hverjir ætla að sitja í þessum ríkisstjórnum? Menn af Saudi-Arabískum uppruna sem eru fyrrverandi stjórnarmenn í Unocal olíufyrirtækinu?

Þú þröngvar ekki lýðræði upp á neinn
Í einu fátækasta ríki á Miðausturlanda, Jemen, ríkir lýðræði að arabískum sið. Þar eru lífsskilyrði með þeim verri sem þekkjast í Arabalöndum og ólæsi er landlægt vandamál, enda þriðjungur þingsins ólæs. Í nágrannaríki Jemen, Óman, ríkir einvaldurinn Kabúsh sóldán. Hann er án efa einhver ástsælasti þjóðarleiðtogi heims, enda lofa íbúar landsins hann í hástert. Og ekki að óþörfu því lífskjör Óman eru einhver þau bestu í gjörvöllum Miðausturlöndum. Kabúsh sóldán hefur upp á sitt einsdæmi umturnað jafnréttis-, mennta- og heilbrigðismálum til hins betra og landið þykir vera sönnun þess að hægt er að breyta þróunarríki í velferðarríki með góðri stjórn. En var þar lýðræðið að verki, hið fullkomna, evrópska stjórnarform?

Getið þið bent á þessi lönd á landakorti?
Án þess að fara lengra í lof á einræðisherrum og lastanir á lýðræðinu er rétt að benda á, að Halldór og Davíð hafa ekkert um innanríkismál Íraks að segja. Íraska þjóðin hefur það margfalt verra í dag en fyrir innrás bandaríska herliðsins og um það vitna allir þeir sem til þekkja. Ég sem íslenskur ríkisborgari er búin að fá nóg. Við munum aldrei fá afsökunarbeiðni frá Davíð og Halldóri. Ekki einu sinni aulalega Tony Blair ræðu sem fólst í „sorrí-en-samt“ yfirlýsingum og rökum fyrir því afhverju við ættum að halda stríðinu áfram.

Ég vil ekki að nafn mitt eða þjóðar minnar sé á þessum lista! Ég er ekki í stríði við Írak! Innrás eða ekki innrás, það er stríð í Írak og Ísland styður það! Ég skrifa þessa grein vegna þess að rétt er að minna á andstaða við Íraksstríðið má ekki fyrir nokkurn mun ekki falla í gleymskunnar dá! Höldum áfram að þjarma að úreltum hugsjónum og Davíð og Halldóri á enga miskunn að sýna. Við erum afturhaldskommatittir – og stolt af því.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand