Enn eitt árið í öld hinna dauðu Araba

Það fór ekki fram hjá neinum sem á annað borð fylgdist með fréttum fyrir rétt rúmu ári, að rifrildið um örlög tugþúsunda almennra borgara í Írak fór ekki fram í Írak, þeir voru ekki spurðir, heldur í fundarherbergi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (ÖSÞ). Þar börðust Bandaríkjamenn, Bretar og seinna Spánverjar hatrammlega fyrir því að fá blessun ÖSÞ fyrir því að ráðast inn í Írak. Þegar þeim varð það ljóst að þjóðir heims, að undanskyldum nokkrum smáþjóðum háðum utanríkisaðstoð Bandríkjanna, ætluðu ekki að leyfa þeim að komast upp með þetta sjónarspil einu sinni enn, þá greipu þeir til gamalla úrræða. Þeir báru fyrir sig grein 51 í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og fóru í stríð. Ég ætla að gerast svo leiðinlega djarfur að heimsækja að nýju umræðuna um réttmæti stríðsins í Írak. Ástæðan er einföld. Ef þeir sem vita að innrásin, hersetan og forsendur árásaraðilanna þagna, þá mun sagan hægt og rólega endurskrifa sig morðingjunum í hag. Menn eins og Halldór Ásgrímsson munu þá komast upp með að hafa logið og svikið þjóðina, lýðræðið og mannkynið í heild sinni. Þetta ætla ég ekki að láta þá komast upp með og því mun ég ekki þagna, hvorki nú né í framtíðinni.

Útalagaríki
Það er almennt talið að þó svo að kalda stríðið sé liðið undir lok þá sé það engu að síður skylda Bandaríkjamanna að vernda heiminn, en fyrir hverju? Það er augljóst mál að ekki er hægt að segja opinberlega frá því að verið sé að vernda hagsmuni hinna ríku, slíkt á bara heima í skipulagsgögnum, og fóru menn vestanhafs því að horfa í kringum sig eftir nýjum óvini til þess að sannfæra okkur um að hata. Í stuttan tíma var talað um stríð gegn eiturlyfjum en það var engan veginn nógu djúsí. Hryðjuverk komu líka til greina en þar sem þau ógnuðu ekki Bandaríkjunum á þessum tíma þá varð að búa til ennþá hættulegri óvin, útkoman var ,,útlagaríki”. Þó nokkur ríki hafa hlotið þann vafasama heiður að hljóta þessa nafnbót en nýjastu ríkin á vinsældarlistanum eru Íran, Norður Kórea og svo auðvitað Írak.

Sameinuðu þjóðirnar
Það fór ekki fram hjá neinum sem á annað borð fylgdist með fréttum fyrir rétt rúmu ári, að rifrildið um örlög tugþúsunda almennra borgara í Írak fór ekki fram í Írak, þeir voru ekki spurðir, heldur í fundarherbergi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (ÖSÞ). Þar börðust Bandaríkjamenn, Bretar og seinna Spánverjar hatrammlega fyrir því að fá blessun ÖSÞ fyrir því að ráðast inn í Írak. Þegar þeim varð það ljóst að þjóðir heims, að undanskyldum nokkrum smáþjóðum háðum utanríkisaðstoð Bandríkjanna, ætluðu ekki að leyfa þeim að komast upp með þetta sjónarspil einu sinni enn, þá greipu þeir til gamalla úrræða. Þeir báru fyrir sig grein 51 í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og fóru í stríð.

Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Samkvæmt sáttmálanum þá er það ÖSÞ sem ákvarðar hvort að friður hafi verið rofinn og hvernig eigi að bregðast við samkvæmt greinum 41 og 42. Greinar þessar hafa ekki ákvæði um beitingu hervalds. Það er á hendi Öryggisráðsins ef því finnst sem að aðgerðir sem gripið var til samkvæmt greinum 41 og 42 hafi ekki dugað. Eina undantekningin á valdi öryggisráðsins til hernaðaríhlutunar er grein 51 sem segir að ríki megi bregðast við innrás og ef stjórnvöld telji að landinu stafi megn hætta að utanaðkomandi ríki. En það kemur einnig fram að þessi heimild er tímabundin, og gildir aðeins þangað til að ÖSÞ hefur fjallað um viðkomandi hættu. Tekið er fram í sáttmálanum að ríki muni reyna að halda að sér höndum þangað til málin eru leyst í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Ef Írakar voru slík ógn þá hefðu nágrannaríki þeirra einfaldlega getað leitað til ÖSÞ, það sama á við um Bretland og Bandaríkin og hefði málið verið afgreitt þar og þá stæði ekki eftir þessi spurning um lögmæti stríðsins. Reyndar myndi sú heimild öryggisráðsins þýða að allar grannþjóðir Írak hefu sama rétt til þess að verja sig og væri því fullkomlega lögmætt ef Íran réðist inn í Suður Írak og legði það undir íslamska byltingu, þó vissulega megi deila um hvort Bandaríkjamenn myndu sjá það með sömu augum.

Útlagaríki eru ríki sem virða reglur SÞ að vettugi. Ríki svo sem Írak, Íran, Norður Kórea og loks Bandaríkin og Bretland. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þá er stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna hluti af lögum ríksins, en það á við um alla alþjóðasáttmála sem bandaríska þingið hefur samþykkt. Fyrst svo er þá er augljóst að Bandaríkjamenn er og hafa verið að síbrjóta eigin lög sem og alþjóðalög.

Þessari fullyrðingu til stuðnings vitna ég hér í orð bandarískra embættismanna:

“The United States will act multilaterally when we caan and unilaterally when we must… We define this area as vital to our national interest and therefore accept no outside restraints”(1)

“It is possible that he will come back with something we dont like and then we will pursue our national interest”(2)

“Everyone would understand that then the United States and hopefully all our allies would have a unilateral right to respond at a time, place and manner of our choosing”(3)

Tilvitananirnar hér að ofan eru frá tímum Íraksstríðsins hins fyrra. Þarna kemur skýrt í ljós hversu mikla virðingu Bandaríkjamenn bera fyrir lögum Sameinuðu þjóðanna sem og eigin lögum. Taka ber fram að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma friðartillögurnar sem Kofi Annan bar til baka frá Írak og hafnaði kröfum Breta og Bandaríkjamanna um að hafa inn í tillögunni viðurlög sem bæru með sér hervald. Það væri á valdi ÖSÞ og einskis annars að fylgja því eftir að staðið væri við friðarsáttmálann.

Í kjölfarið af þessari ákvörðun öryggisráðsins þá upphófst mikil geðshræring í Bandaríkjunum. Blöðin kepptust við að gagnrýna Sameinuðu þjóðirnar og hvetja forráðamenn þjóðarinnar til að láta ekki kúga sig og verja rétt Bandaríkjanna. Sú rödd sem var hvað háværust var öldungardeildarþingmaðurinn John Kerry. Hann sagði meðal annars: ,,Að það myndi vera fullkomlega löglegt ef Bandaríkin myndi ráðast beint inn í Írak ef Saddam Hussein uppfyllt ekki skilmála friðarsamkomulagsins, hvort sem ÖSÞ samþykkir það eða ekki … og það væri vissulega innan ramma alþjóðalaga”(4)

Lögmæt árás?
Íraksstríðið hið seinna var réttlætt á ansi þunnum lögfræðigrunni. Það sama var upp á teningnum þegar umræða var uppi um að ráðast inn í Írak á milli stríðanna og sama röksemd var notuð til þess að réttlæta stöðugar árásir á írösk skotmörk á millistríðsárunum.

Fyrsta skrefið væri þá að Írak hefði brotið á ályktun 687 frá 3. apríl 1991 sem lýsti yfir vopnahléi við formlega yfirlýsingu frá Írak um að þeir muni standa við sínar skuldbindingar (eyða gereyðingarvopnum o.s.frv.). Ályktun 687 er líklega einhver nákvæmasta og ítarlegasta tillaga sem frá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur komið en hvergi er þar minnst á hernaðarleg viðurlög að nokkru leyti.

Annað skref í því að lögvæða innrás í Írak væri að fyrst Írak hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar þá myndi þaða endurverkja ályktun 678 (29. nóvember 1990) sem gefur aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna leyfi til þess að nota hverjar þær aðferðir sem nauðsynlegar eru(5) til að uppfylla ályktun 660 (2. ágúst 1990) sem kallaði á að Írak dragi heri sína til baka frá Kúvæt og að þjóðirnar tvær hefji umsvifalaust samningaviðræður með það fyrir augum að leysa ágreininginn samkvæmt tillögum frá Arabaráðinu. Ályktun 678 felur einnig í sér að allar tengdar ályktanir (662 og 664) verða virkar að nýju en þær snéru allar að deilu Íraka og Kúvæt. Þannig að með því að endurvekja ályktun 678 þá er í raun bara heimild til þess að beita megi hervaldi til að fjarlægja heri Írak frá Kúvæt. Þar sem engin herir voru þar, hvorki 1991 eða 2003 þá eru þessar tillögur ÖSÞ engin forsenda til innrásar í Írak.

Ástæðan fyrir því að Bandaríkin og Bretland reyndu að fá öryggisráðið með sér í lið árið 2003 var vegna þess að innrásin var ólögmæt samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar með ólögmæt samkvæmt bandarískum lögum. En þegar þeim varð það ljóst að ÖSÞ ætlaði ekki að fylgja þeim eftir þá beittu Bandaríkin fyrir sig afar þunnu lögfræðiáliti til þess að fá lögmætisstimplinn. Á sama hátt og með ályktun 678 þá beittu Bandaríkin fyrir sig ályktun 1441 þó svo að í henni væri ekki skýr heimild til valdbeitingar.

Lærdómurinn
Við búum á tímum þar sem mörk lyga og sannleika liggja hjá þeim sem orðin segja. Stríðið í Írak getur verið okkur mikill lærdómur ef við kjósum að rýna í þær hættur sem birtust okkur í undirbúningi og framkvæmd stríðsins. En kjósum við hins vegar að gleyma, skjóta undan, réttlæta og jafnvel ljúga að okkur sjálfum og öðrum þá er vonin um betri heim og frið lítil og dauf.

___________________________________________
1 Madaleine Albright, þá sendiherra BNA við SÞ, í ræðu í ÖSÞ um fyrra Íraksstríðið.
2 Madaleine Albright, þá sendiherra BNA til SÞ, í ræðu í ÖSÞ eftir að Kofi Annan, aðalritari SÞ, kom til baka frá Írak þar sem hann hafði samið um frið við stjórnvöld í Bagdad.
3 Bill Clinton þáverandi forseti Bandaríkjanna í kjölfar heimkomu Kofi Annan frá Írak.
4 John Kerry í viðtali við “The Boston Globe” í janúar 1994
5 Þetta er leyfi til hernaðaríhlutunar á diplómatamáli.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand