Skiptir kyn máli í stjórnmálum?

Þeir eru til sem halda því fram að það sé algjör óþarfi að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnmálum með handstýrðum aðgerðum. Ástæðan fyrir því að karlar séu í meirihluta í ríkisstjórn og á Alþingi hljóti einfaldlega að vera sú að þeir séu upp til hópa hæfari en konur, og hafi einhverja eiginleika sem hafi fleytt þeim áfram, sem konur hafi síður en karlar. Hlífið mér, ég er fyrir lifandis löngu búin að heyra þetta allt áður, framsóknarkonur eru búnar að fara hamförum yfir þessu undanfarið, blöðin hafa verið uppfull af greinum um þetta efni, og mig er farið að langa til þess að hafa áhyggjur af einhverju mikilvægara. Nei annars, ég er ekki búin að láta í ljós skoðun mína á þessu máli ennþá, best að taka þátt í þessari deilu um stund. Það er í sjálfu sér ekki nóg að taka afstöðu til þess hvort kyn skipti máli í stjórnmálum, heldur skiptir ekki síður máli að hve miklu magni það skiptir máli, og hvernig hægt sé að ná fram æskilegum hlutföllum kynjanna, hver svo sem þau annars eru.

Karlaveldi=náttúrulögmál?
Þeir eru til sem halda því fram að það sé algjör óþarfi að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnmálum með handstýrðum aðgerðum. Ástæðan fyrir því að karlar séu í meirihluta í ríkisstjórn og á Alþingi hljóti einfaldlega að vera sú að þeir séu upp til hópa hæfari en konur, og hafi einhverja eiginleika sem hafi fleytt þeim áfram, sem konur hafi síður en karlar. Það væri eflaust erfitt að koma með mótrök gegn þessari staðhæfingu ef staðreyndin væri sú að karlar og konur hefðu einhvern tíman staðið jafnfætis gagnvart ríkisvaldinu, og einhver kynlaus og fullkomlega óhlutdræg vera hefði valið réttu einstaklingana til valda, eftir einhverjum óaðfinnanlegum hæfnismælikvarða. En veruleikinn er ekki svona einfaldur. Það eru minna en 100 ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi, og allt þar til Kvennalistinn kom fram á sjónarsviðið árið 1983 var þátttaka kvenna í stjónmálum lítil sem engin, og kynjahlutföllin hafa alltaf verið körlum í vil í ríkisstjórn.

Aðrar breytur sem skipta máli
Það er í raun áhugavert að velta því fyrir sér hvernig það væri ef það væri til óumdeilanlegur og óskeikull mælikvarði á hæfni, sem einn myndi ákvarða hverjir væru best til þess fallnir að komast til valda. Þá er allt eins líklegt að enginn yngri en fimmtíu ára, utan höfuðborgarsvæðisins eða með mánaðartekjur undir milljón krónum myndi mælast nógu hæfur til þess að stjórna landinu. Væri það kannski allt í lagi? Eða viðurkennum við kannski flest að það er óæskilegt ef allir stjórnarherrar eru á sama aldri, frá sama landshluta eða af sömu stétt?

Við sjáum að það eru ákveðnar breytur sem skipta miklu máli í stjórnmálum, sem í sjálfu sér snúast ekki um hæfni heldur reynsluheim ólíkra einstaklinga. Það að halda því fram að það sé fáránlegt að kyn geti verið ein af þessum breytum er í raun erfitt að styðja með góðum rökum.

Við, hér, núna
Sumum finnst vitanlega allt í lagi að hlutirnir séu eins og þeir eru, og þykir ásættanlegt ef karlar eru alltaf í yfirgnæfandi meirihluta í stjórnmálum. Það er gott og blessað ef fólki þykir það, en það liggur samt ekkert í augum uppi, að það, að þjóðfélagið er eins og það er, sé einfaldlega eðlilegt og náttúrulegt. Þar sem jafnrétti hér sé tryggt í stjórnarskrá landsins, þá ríki raunverulegt jafnrétti og veruleikinn sé einfaldlega niðurstaðan af því. Hinir sömu ættu væntanlega ekki erfitt með að færa rök fyrir því að ástæðan fyrir miklu ójafnrétti í Mið-Austurlöndunum sé félagsmótun og hefð, og að kvennabaráttan í Skandínavíu, sem er að mörgu leyti mun öflugri og lengra á veg komin en hér, sé óeðlileg og ósanngjörn miðað við það sem er heilbrigt. Semsagt, þjóðfélagið okkar, á Íslandi akkúrat núna, er eðlilegt, annað ekki. Breytinga er þörf annars staðar, bara ekki hér. Þetta er í raun svipað því og að halda því fram að við séum bara viljalaus verkfæri í höndum markaðarins. Það, að mótmæla ákveðnum menningarfyrirbærum eða til dæmis stöðluðum kynjamyndum í fjölmiðlum, sé í raun bara barátta gegn frelsi. Barátta fyrir viðhorfsbreytingum sé skaðleg og skekki markaðinn, sem sé jú birtingarmynd þess sem okkur sé eðlislægt. En að því kem ég betur næst…

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand