Ég er ekki rasisti EN…

..Það að vera feministi er að viðurkenna það að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vilja gera eitthvað í því. Það er aðgerðum sem hafa verið framkvæmdar í nafni feminisma að þakka að ég og systur mínar fáum að kjósa, fara í framhaldsnám, eiga eignir og annað slíkt.“ segir Eva Kamilla varaformaður ungra jafnaðarmanna.

Allir rasistar sem ég þekki þræta fyrir að vera það. Í grein sem birtist hérna á politik.is nýlega segist Guðlaugur Kr. Jörundarson ekki vera einn slíkur, hann segist heldur ekki vera karlremba.
Þessu heldur hann fram í grein sinni sem fjallar um val hans á gosdrykkjum og fleira í þeim dúr. Samt segir hann í þessari grein meðal annars að hann efist um réttmæti aðgerða í nafni feminisma.
Það er eftirtektarvert að Guðlaugur nefnir ekki einhverjar ákveðnar aðgerðir sumra feminista heldur virðist hann draga í efa réttmæti allra aðgerða í sem gerðar hafa verið í nafni feminisma.

­­

Hvað er feminismi?

Það að vera feministi er að viðurkenna það að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vilja gera eitthvað í því. Það er aðgerðum sem hafa verið framkvæmdar í nafni feminisma að þakka að ég og systur mínar fáum að kjósa, fara í framhaldsnám, eiga eignir og annað slíkt. Vonandi verða síðan áframhaldandi aðgerðir í nafni feminisma þess valdandi að börnin mín geta notið þess að fleiri en tíu konur séu í stjórnum hundrað stærstu fyrirtækja landsins eða fleiri en aðeins þriðjungur alþingismanna séu konur. Efast Guðlaugur um réttmæti allra slíkra aðgerða?
Guðlaugur nefnir það í grein sinni að hann vilji veg kvenna meiri og jafnrétti á öllum sviðum en hann virðist bara telja að aðgerðum sem stefna að því væri betur sleppt.
Getur hann bent á einhvern hóp fólks sem hefur náð fram einhverjum vísi að jafnrétti og frelsi án aðgerða?
Svart fólk í Bandaríkjunum? Verkalýðshreyfingin á Vesturlöndum? Lýðveldissinnar í Frakklandi á tímum keisarastjórnarinnar?
Hefði eitthvað breyst ef allir hefðu bara viljað hlutina í orði en ekki á borði?

Að kasta steinum úr glerhúsi

Svo stórskemmtilega vill til að meginumfjöllunarefni Guðlaugs í umræddri grein er að hampa tjáningarfrelsinu og fagna því að pólitísk umræða sé að komast upp úr skotgröfunum á sama tíma og hann mótmælir þeirri hörkulegri stimplun og skoðanakúgun sem hann og hans líkir telja sig hafa orðið fyrir. Hann gerist samt sjálfur svo hörkulegurstimpla aðgerðir feminista eins og þær leggja sig sem óréttmætar.
Hvernig væri að hann sjálfur liti upp úr sínum skotgröfum og hætti að stimpla aðra? Er ekki gott að byrja á því ástunda það sem þú boðar? Síðan gætu predikanir Guðlaugs Kr. Jörundarsonar hafist.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand