Dvergur hittir dverg

En nú er annað komið á daginn. Hvað er að gerast? Geta menn, sem hafa sannfært heimsbyggðina að þeir séu geðveikir stríðsæsingamenn (nú veit ég að Gísli Marteinn og klíkan er ekki sammála mér, en það er ekki hægt að gera öllum til geðs) ekki haldið striki og haldið manni í stöðugri mótspyrnu? Af hverju er Bush allt í einu að banna dvergunum frá Ísreal að byggja meira og íta þar með undir ófriðarbálið? Má jafnvel af þessu greina einshverskonar stefnubreytingu, eru Bandaríkjamenn að láta af skilyrðislausum stuðningi við Ísrael? Í gær hitti líkamlegi dvergurinn Ariel Sharon andlega dverginn George W. Bush í arfaskógi þess síðarnefnda í Texas.

Tilefnið var að ræða stöðuna í Mið-Austurlöndum. Því var spáð að Bush myndi gefa eftir og heimila Sharon að byggja fleiri landnemabyggðir á Vesturbakkanum en svo kom á daginn að Bush lagði hart að Sharon að gera það ekki og með því fylgja eftir friðarvísinum svonefnda. En hvað olli þessari skyndilegu breytingu? Síðast þegar dvergarnir tveir hittust, og þá í Hvíta Húsinu, lýsti Bush því yfir að það þegar að því kæmi að Palestína yrði sjálfstætt ríki þá yrði að taka núverandi stöðu á Vesturbakkanum með í reikninginn. Þessi yfirlýsing hans var á sínum tíma mikið áfall fyrir Palestínumenn og virtist ganga þvert á það sem sagt hafði verið fram að þeim tíma. Bush virtist gefa Sharon autt landakort og segja ,,gjörðu svo vel, taktu það sem þú vilt”.

En nú er annað komið á daginn. Hvað er að gerast? Geta menn, sem hafa sannfært heimsbyggðina að þeir séu geðveikir stríðsæsingamenn (nú veit ég að Gísli Marteinn og klíkan er ekki sammála mér, en það er ekki hægt að gera öllum til geðs) ekki haldið striki og haldið manni í stöðugri mótspyrnu? Af hverju er Bush allt í einu að banna dvergunum frá Ísreal að byggja meira og íta þar með undir ófriðarbálið? Má jafnvel af þessu greina einshverskonar stefnubreytingu, eru Bandaríkjamenn að láta af skilyrðislausum stuðningi við Ísrael?

Gefum okkur svona til gamans að Bandaríkjastjórn hafi allt í einu ákveðið að þeir vilji í alvörunni berjast fyrir lýðræði í heiminum og hafi því allt í einu séð villu vegar síns í stuðningi við eitt hrottalegsta hernámi sögunnar. Hvaðan gæti sú stefnubreyting hafa komið?

Bandaríkin er í vandræðum víðsvegar í heimnum. Þau neyddust til þess að breyta áherslum sínum í kjölfar innrásarinnar í Írak þegar í ljós kom að það var ekki fótur fyrir ástæðunum sem gefnar voru upp fyrir innrásinni. Skilaboðin hættu að vera efnavopn og urðu þess í stað, lýðræði handa öllum, konum jafn sem köllum (og þeir sem ekki vilja það verða skotnir á staðnum, já eða sprengdir). Bætum svo við skandalnum við Abu Graib fangelsið og ímynd þeirra er vægast sagt léleg.

Annað sem hlýtur að vega þung á vogarskálunum er fráfall Arafats og kosningarnar sem fylgdu í kjölfarið. Bush sleit einhliða sambandinu við Arafat, og þar með Palestínumenn, og sagði að þeir yrðu að kjósa sér annað leiðtoga vildu þeir tala við hann (Og svo segja þeir að Rússar séu að skipta sér að innanríkismálum annara þjóða?). Heppilegt nokk þá dó Arafat og Bush gat tekið upp viðræður að nýju án þess að stolt hans biði nokkra hlekki.

Einnig hljóta kosningarnar í Palestínu í kjölfar fráfalls Arafats að ráða þarna einhverju um. Bandaríkjamenn hafa óspart þakkað sér lýðræðisþróunina sem umdeilanlega á sér nú stað í Mið-Austurlöndum og benda á kosningar sem haldnar hafa verið í Afganistan og Írak máli sínu til stuðning. Og með því geta þeir ekki litið fram hjá því að það sama átti sér stað í Palestínu og því verða þeir að hleypa þeim að borðinu.

En eftir stendur samt spurningin, er þetta raunveruleg stefnubreyting hjá Bandaríkjamönnum eða eru þeir rétt einu sinni að slá ryki framan í heimsbyggðina til þess að hylja einhverja glæpi sem þeir eru eða eru um það bil að fara að fremja annars staðar. Því getur sagan ein svarað (sé hún skrifuð) en ég vona það svo sannarlega að þjáningar Palestínumanna verði brátt að baki og þarna geti þrifist þjóð laus undan hatri, stríði, vosbúð hersetu og niðurlæginu.

Bandaríkin hafa það að mörgu leyti í hendi sér að koma á skikkanlegu ástandi milli Ísrael og Palestínu. Ég vona að þegar dvergarnir taka upp símann og hringja upp (annar í gegnum Jesú, hinn er með beina línu) þá verði þeim tilkynnt að ef þeir ekki hlusti í þetta skipti þá verði afleiðingarnar skelfilegar. Guð kunni nefnilega líka dvergakast!

Það liggur algerlega fyrir að okkur, þessum af ungu kynslóðinni, bíða stór og mikil verkefni. En erfitt getur reynst mitt í öllu hversdagspotinu að greina hismið frá kjarnanum og sjá hver okkar stærstu verkefni verða. Leggjum því aðeins til hliðar kreditkortin, GSM símann og hver vinnur mest stressvaldana og rýnum eftir bestu getu. Hvað grillir í við sjóndeildarhringinn?

Það sem mér er efst í huga er í hversu mikilli hættu lýðræðið er. Hættan er ekki á yfirborðinu heldur er hún vandlega falinn í hversdagslegum gjörðum. Það er með það, eins og reyndar flest kerfi, að veikasti hlekkurinn verður að teljast mannlegt eðli.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand