Dómstólaleiðin áhættusöm

Fundur um Icesave var haldinn á þriðjudaginnn á vegum Ungra jafnaðarmanna og Ungra vinstri grænna. Gestir voru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Oddný Harðardóttir formaður fjárlaganefndar.

Fundur um Icesave var haldinn á þriðjudaginnn á vegum Ungra jafnaðarmanna og Ungra vinstri grænna. Gestir voru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Oddný Harðardóttir formaður fjárlaganefndar.

Steingrímur og Oddný fóru yfir sögu Icesave, útrás íslensku bankanna, hvernig þessir reikningar komu til og hvernig bönkunum tókst að fá fólk til að setja peninga inn í Landsbankann rétt fyrir hrun. Einnig fóru þau yfir hvað gæti gerist ef við synjum samningnum, hina svokölluðu dómsstólaleið.

Það kom skýrt fram á fundinum hver munurinn er á fyrri samning og núverandi samning sem þjóðin mun brátt kjósa um. Bæði Oddný og Steingrímur telja það rétt að samþykkja núverandi samning og bentu réttilega á að Icesave er hvorki það versta né erfiðasta sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Mun meiri peningar fóru í að bjarga Seðlabankanum og íslensku bönkunum frá því að verða gjaldþrota og önnur mál sem bíða verða þjóðinni einnig kostnaðarsöm.

Skýrt fram á fundinum hversu mikilvægt það er fyrir Ísland að klára þetta mál svo við getum aflyft gjaldeyrishöftum, farið í uppbyggingu eftir efnahagshrunið og haldið ferlinu áfram inn í Evrópusambandið. Það er einnig ekki ljóst hvort við höfum raunverulega grætt á því að hafna fyrri samningi því á meðan höfum við verið í algerri kyrrstöðu. Með vinnu og þrautseigju ríkisstjórnarinnar hefur okkur tekist að halda öllu í horfinu, það er, ástandið hefur ekki versnað. Aftur á móti hefur verið viðvarandi atvinnuleysi, lítill hagvöxtur og frost á markaði. Hjólin munu fara að snúast þegar Icesave samningurinn er frá. Ef dómstólaleiðin verður valin verður þjóðfélagið áfram í höftum efnahagshrunsins og við getum reiknað með því að lifa áfram við núverandi þjóðfélagsaðstæður.

UJ og UVG þakka öllum sem mættu og vonast til að fólk haldi áfram að kynna sér kosti og galla þess að ljúka Icesave málinu eða fara dómstólaleiðina.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand