Diss og almenn leiðindi

„Ef væru allir eins og ég þá yrði betra hér.“ Við höfum sennilega flest ef ekki öll verið sammála Soffíu frænku á einhverjum tímapunkti þegar okkur finnast rök, eða rökleysa, annarra fáránleg. Enda höfum við jú alltaf rétt fyrir okkur.

„Ef væru allir eins og ég þá yrði betra hér.“ Við höfum sennilega flest ef ekki öll verið sammála Soffíu frænku á einhverjum tímapunkti þegar okkur finnast rök, eða rökleysa, annarra fáránleg. Enda höfum við jú alltaf rétt fyrir okkur. „Ég kann allt, ég get allt, ég geri allt betur en fúll á móti“ söng Sumarliði fullur. Við erum sennilega jafn sek um að raula þetta stundum við álíka tilefni. Við myndum líka gera allt miklu betur en allir hinir.

Þetta virðist vera hugsunarhátturinn hjá þessari annars ágætu þjóð okkar. „Ég get gert þetta betur en þú“ „Mínar hugmyndir eru betri en þínar“ „Ég treysti þér ekki af því að ég hefði gert þetta öðruvísi en þú“ Er þetta eðlilegt? Hvað varð um samvinnu? Erum við ekki öll að stefna að sama markinu?

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að við verðum aldrei sammála um eina aðferð og það er líka bara fínt, það væri nefnilega ekki gaman ef allir væru eins og ég. Ég skil hins vegar ekki hvernig menn nenna að eyða orku sinni í að vera ósammála að því er virðist bara til að vera ósammála.

Nákvæmlega svona upplifi ég umræður á Alþingi. Ég veit ekki hversu oft ég hef slökt á sjónvarpinu einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að hlusta á ræður sem snúast ekki um málið sjálft heldur að það sé verið að drífa málið í gegn af því það var lagt svo seint fram eða þá hvort hægt sé að rækta kaffi hér á landi þegar verið var að ræða EES saminginn. Að stór mál ríkisstjórnarinnar komi seint til umræðu á þingi er ekki til fyrirmyndar, hins vegar er það kannski ekki skrítið því það þarf tíma til að vinna stór mál vel og vandlega í nefndum. Er þá ekki eðlilegt að menn gefi sér þann tíma sem er í boði til að vinna þá vinnu eins vel og þeim er unnt? Þegar það eru aðal rökin fyrir því að stjórnarandstaðan getur ekki stutt málið er eitthvað mikið að. Tökum dæmi.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrána. Mjög fljótlega var ég farin að svara sjónvarpinu. Það eina sem ræður stjórnarandstöðunnar snérust um var að þetta væri að koma inn á síðustu stundu. „Já ég veit það þú ert búin að segja það og það er ekki boðlegt en málið er komið núna, er séns að ræða það núna?“ Eftir smástund gafst ég þó upp á reyna að halda uppi rökræðum við sjónvarpið af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi hefur það aldrei skilað neinu að tala við dauða hluti. En aðalega vegna þess að ég sá fram á að það kæmu aldrei nein málefnaleg rök fyrir því að þetta ætti ekki að ganga í gegn. Menn töluðu bara til að tala, spurðu spurningarinnar: „afhverju þarf þetta að fara í þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum?“ og alltaf kom sama svarið: „til hagræðingar“ og þá kom: „snýst þetta þá um peninga?“ Að sjálfsögðu snýst málið að hluta til um peninga því það kostar ríkið offjár að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og þá er um að gera að sameina kosningar og vera hagsýn. Svona rök ef rök mætti kalla heitir í minni orðabók málþóf og útskýringin á því er í stuttu máli diss og almenn leiðindi í garð þjóðarinnar.

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz
Málefnastýra Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand