Á sunnudaginn verða liðin 7 ár frá stofnun Ungra jafnaðarmanna og vegna þeirra tímamóta verður haldið uppá áfangann nk. laugardagskvöld, 10. mars. Sprengjuhöllin kemur fram.
Kæri vinur.
Eins og fram kom nýverið þá eiga Ungir jafnaðarmenn afmæli nk. sunnudag en þá verða liðin 7 ár frá stofnun hreyfingarinnar.
Það vita allir hvar kanadíska sendiráðið er til húsa! En haldið verður uppá áfangann á annað kvöld, 10. mars, í sama húsi við Túngötu 14 í Reykjavíkurborg.
Húsið opnar kl. 20 og verður boðið uppá léttar veitingar fyrir þá fyrstu og þyrstu. Í framhaldinu verða veigarnar á sérstökum Evrópukjörum.
Katrín Júlíusdóttir fyrrv. formaður Ungra jafnaðarmaanna heldur ræðu, Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna verða veitt í fyrsta sinn og hljómbandið Sprengjuhöllin tryllir lýðinn.
Elskulegar kveðjur,
Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna