Byltingarstjórnin

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokks er nú tekin upp á því að kalla núverandi ríkisstjórn byltingarstjórn og get ég ekki verið annað en hjartanlega sammála honum.

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokks er nú tekin upp á því að kalla núverandi ríkisstjórn byltingarstjórn og get ég ekki verið annað en hjartanlega sammála honum. Þessi ríkisstjórn er svo sannarlega byltingarstjórn, bylting gegn frjálshyggju og íhaldi, bylting gegn græðgi og bylting gegn ójöfnuði.

Á þessum sögulegu tímum þegar valdabáráttan um Íslands stendur sem hæst má ekki gefast upp og afhenda völdin aftur í hendur þeirra sem komu landinu á þann stað sem byltingarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er að koma okkur frá.

Ef farið verður í það að afhenda Sjálfstæðisflokknum völdin aftur er voðin vís, allt það góða starf sem þessi ríkisstjórn hefur gert er stefnt í hættu. Ríkisstjórn þessi er að mínu mati og svo margra aðra sú eina sem getur komið auðlindum í þjóðareign, fært okkur nýja stjórnarskrá, komið okkur í evrópusambandið og byggt Ísland upp á grænum hagvexti, svo bara lítið brot sé nefnt af því sem verið er að vinna að.

Sigrar hennar hafa verið margir, meðal annars ný hjúskaparlög, umsókn að evrópusambandinu þar sem þjóðin fær svo að taka endanlega ákvörðun um inngöngu, endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins og ekki má gleyma því að hún er að lyfta Íslandi upp úr kreppu og nú er að taka við tími stöðuleika og hagvaxtar.

Þessi ríkisstjórn er ríkisstjórn sem ætlar ekki og mun ekki ganga frá verkunum ókláruðum. Þessi stjórn mun klára það mikla verk sem fólkið í landinu treysti henni fyrir. Þessi stjórn byltingar á stórt verk fyrir höndum og fyrir mína hönd treysti ég henni 100% til að halda því starfi áfram.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand