Byltingarbörnin

Leiðari 1. tölublaðs af ,,Jöfn og frjáls“, tímariti Ungra jafnaðarmanna

Í menntaskólum landsins hefur á síðustu misserum myndast byltingarkennt andrúmsloft þar sem femínismi og mannréttindabarátta fylla hvern krók og kima. Samfélagsmiðlarnir hafa veitt þessum róttæku og fersku hugmyndum farveg og höfum við séð áhugaverðar hreyfingar skjóta upp kollinum á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna mánuði. Þar hafa farið hæst #freethenipple, #6dagsleikinn, #hinseginleikinn og nú síðast #konurtala. Snjóboltinn er byrjaður að rúlla og misrétti sem margir jaðarhópar búa við hafa gripið mörg ný augu.

Að þessu sinni er forsíða okkar tileinkuð hinni ungu baráttukonu Öddu Þóreyjar Smáradóttur, nemanda við Verslunarskóla Íslands sem hratt af stað brjóstabyltingunni á Íslandi. Byltingu sem þúsundir kvenna á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum tóku þátt í. Að þessu sinni hófst byltingin ekki í saggafylltum kjallara eða reykfylltu bakherbergi heldur á samfélagsmiðlinum Twitter. Adda setti inn mynd af sér berri að ofan í tilefni af #freethenipple deginum sem haldinn var í Versló í mars. Þannig vildi hún vekja athygli á þeirri kúgun sem stelpur verða fyrir þegar þeim er skipað að hylja líkama sinn af samfélaginu. Það þykir ekki óeðlilegt að strákar spígspori berir að ofan en þegar stelpur geri það sama verði það kynferðislegt. Valið er hins vegar hverrar konu en ekki samfélagsins. Skilaboðin skýr: við eigum okkur sjálfar!

Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hvaða rótum kynslóð Öddu er sprottinn. Þetta er sú kynslóð sem er að komast til vits og ára í búsáhaldabyltingunni þar sem sjálfsmynd þjóðarinnar var mölbrotin og mótuð á nýjan leik. Börnin sem voru óharðnaðir unglingar í sjálfsmyndarkrísu í stíl við þjóðina. Þar sem gildi fólks færðust í átt frá hinu efnislega, þar sem krafan um lýðræðis- og stjórnarfarslegarbreytingar var afar hávær og aukin áhersla var lögð á mannréttindamál. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hið mikla áfall haustið 2008 hafi skapað kynslóð róttækra, réttsýnna og mannréttindaþenkjandi ungmenna. Kynslóð sem von bráðar erfir landið og fer vonandi í auknum mæli að taka þátt í stjórnmálum og félagastarfi. Ég veit ekki með ykkur – en ég hlakka til framtíðarinnar með byltingarbörnin í forystu!

Smelltu á blaðið til að lesa allt tölublaðið:

Forsíða Jafnra og frjálsra

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand