Bryndís Ísfold hyggur á framboð

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hefur tilkynnt að bíður fram krafta sína fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir 29 ára verslunarkona sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún situr nú í framkvæmdastjórn flokksins og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hans. Meðal annars var hún formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili og situr nú í mannréttindanefnd. Þá var hún formaður Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík 2003.

Einnig sat Bryndís Ísfold í fyrsta ráðskonuráði Femínistafélags Íslands.

Bryndís Ísfold rak eigin verslun á Laugaveginum og stundar nú nám í viðskipta- og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Bryndís Ísfold leggur áherslu á nýjar leiðir í atvinnusköpun, jafnrétti og fjölskylduvænna samfélag.

Hún er gift Torfa Frans Ólafssyni framleiðslustjóra hjá CCP hf. Þau eiga soninn Konráð Bjart.

Heimasíða hennar er www.bryndisisfold.com

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið