Breytum og virðum stjórnarskrána

Íslendingar þurfa í náinni framtíð að huga að breytingum á stjórnarskránni. Það er hins vegar ekki einfalt að breyta stjórnarskránni þar sem slíkar breytingar þurfa samþykki tveggja þjóðþinga. Um leið og breyting á stjórnarskrá er samþykkt þarf að rjúfa þing og kjósa að nýju. Oft eru þó stjórnarskrárbreytingar gerðar í lok kjörtímabils þannig að ekki þurfi að rjúfa þing. Síðan þarf hið nýja þing að samþykkja breytingarnar óbreyttar. Íslendingar þurfa í náinni framtíð að huga að breytingum á stjórnarskránni. Það er hins vegar ekki einfalt að breyta stjórnarskránni þar sem slíkar breytingar þurfa samþykki tveggja þjóðþinga. Um leið og breyting á stjórnarskrá er samþykkt þarf að rjúfa þing og kjósa að nýju. Oft eru þó stjórnarskrárbreytingar gerðar í lok kjörtímabils þannig að ekki þurfi að rjúfa þing. Síðan þarf hið nýja þing að samþykkja breytingarnar óbreyttar.

Nú þegar þarf að breyta stjórnarskránni
Ef að aðild Íslands að Evrópusambandinu verður þarf að breyta stjórnarskránni í þá átt að stjórnvöld geti framselt hluta af fullveldi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Stjórnarskrár hinna Norðurlandanna hafa að geyma slíka heimild.

Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki það eina sem kallar á stjórnarskrárbreytingu. Hið síkvika eðli EES-samningsins kallar beinlínis á hana nú þegar þar sem samningurinn virðist nú leiða af sér afsal af hluta af okkar fullveldi.

Vegna EES-samningsins þurfa Íslendingar að taka yfir um 80% af allri löggjöf Evrópusambandsins án þess að hafa nokkuð um það að segja. Það er löggjöf ESB að þakka að íslenskt samfélag hefur tekið þeim miklu stakkaskiptum undanfarinn áratug. Nánast allar breytingar á viðskipta-, samkeppnis-, umhverfis-, neytenda- og vinnuréttarlöggjöfinni eru vegna skuldbindinga EES-samningsins.

Hæstiréttur Íslands hefur einnig staðfest þetta framsal á fullveldi í svokölluðum Erlu Maríu dómi sem féll 16. desember 1999 þar sem fallist var á þá röksemd að EFTA-ríki geti orðið skaðabótaskylt ef lög Evrópusambandsins eru ekki lögleidd á réttan hátt í innlendan rétt viðkomandi ríkis.

Burtséð frá afstöðunni til ESB-aðildar væri það ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að gera ekki nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar á kjörtímabilinu.

Íslensk stjórnvöld ættu að nýta tækifærið og lögleiða aðrar tímabærar breytingar á stjórnarskránni í lok kjörtímabilsins.

Jafnræði þegnanna ekki í reynd
Það eru einnig nokkur stjórnarskrárákvæði sem íslensk stjórnvöld virðast hvorki virða að fullu né starfa í anda þeirra. Jafnræðisregla stjórnarskráinnar er ein af undirstöðureglum íslensks samfélags og hún hefur sífellt fengið meira vægi hjá dómstólum landsins. Í stað þess að vera nær eingöngu formregla er jafnræðisreglan orðin að efnisreglu sem veitir borgurunum áþreifanlegan rétt. Þó eru til dæmi þess að fólk njóti ekki fulls jafnræðis.

Í upptalningu jafnræðisreglunnar er ekki nefnt bann við mismunun vegna kynhneigðar heldur einungis vegna stöðu að öðru leyti. Þessu þarf að breyta enda grundvallaratriði. Samkynhneigðir einstaklingar hafa ekki sama rétt og gagnkynheigðir til frumættleiðinga og tæknifrjóvgana og verður það að teljast brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Stjórnarskráin sjálf mismunar trúfélögum í landinu. Það er óeðlilegt að eitt trúfélag hafi forréttindi og vernd umfram önnur samkvæmt þeirri sömu stjórnarskrá sem kveður á um að allir skuli að vera jafnir fyrir lögum óháð því hvaða trú þeir aðhyllast.

Atkvæði kjósenda hafa mismikið vægi í alþingskosningum eftir búsetu. Það hlýtur að vera grundvallarréttur hvers borgara í kosningum að atkvæði hans vegi jafnþungt og annarra samborgara hans.

Enginn ráðherra axlar pólitíska ábyrgð
Í 2. gr. stjórnarskrárinnar kemur vel fram skýr þrískipting ríkisvaldsins sem í raun virkar þó ekki alltaf. Alþingi á að vera handhafi löggjafarvalds og eftirlitsaðili með framkvæmdarvaldinu. Það væri því skynsamleg breyting að ráðherrar segðu af sér tímabundið þingmennsku á meðan þeir gegna ráðherraembættum.

Í 14. gr. gerir stjórnarskráin ráð fyrir svokallaðri ráðherraábyrgð. Í reynd er slík ábyrgð þó ekki til staðar. Stjórnarskráin segir að landsdómur skuli dæma í slíkum málum en landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi.

Það er misskilningur að halda að ráðherraábyrgð eigi aðeins að koma til framkvæmda þegar ráðherrar eru sekir um ásetningsbrot í starfi sínu. Refsiábyrgð kemur til í slíkum tilfellum en ráðherraábyrgð snýst um að axla pólitíska ábyrgð á þeim málaflokki sem heyrir undir viðkomandi ráðherra og þá skiptir ásetningur ekki máli. Ráðherrar axla aldrei pólitíska ábyrgð hérlendis en erlendis er algengt að ráðherra segi samstundis af sér ef misfellur koma í ljós innan hans valdsviðs.

39. gr. stjórnarskráinnar færir Alþingi ríkt eftirlitshlutverk með svokölluðum þingmannanefndum. Þrátt fyrir að mörg tilefni, s.s. í Landssímamálinu, hafi verið til að skipa slíkar nefndir hafa tillögur þess efnis ekki verið samþykktar í meira 48 ár.

Í 76. gr. segir m.a. að öllum, sem þess þurfa, skuli vera tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Þessi stjórnarskrárbundni réttur einstaklinga er í mörgum tilfellum ekki virtur. Velferðarkerfið á ekki að vera háð geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna því stjórnvöld hafa stjórnarskrárbundnar athafnaskyldur gagnvart þeim sem minna mega sín, eins og staðfest var í Öryrkjadómi Hæstaréttar.

Það þarf að verða lifandi umræða meðal almennings og stjórnmálamanna um æðstu lög okkar. Lögin og ekki hvað síst stjórnarskráin mynda ramma um samfélagið sem við lifum í og viljum lifa í. Stjórnarskráin kemur því öllum við.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand