Birgitta fái fálkaorðuna!

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, telja að ef allt gengur eftir og Birgitta Haukdal sigrar í Eurovision söngvakeppninni í Lettlandi á laugardag þá eigi tafarlaust að veita henni stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, telja að ef allt gengur eftir og Birgitta Haukdal sigrar í Eurovision söngvakeppninni í Lettlandi á laugardag þá eigi tafarlaust að veita henni stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu.

Tatu hvað?
Birgitta er glæsilegur fulltrúi hinnar íslensku þjóðar á erlendri grund. Hún hefur verið heilbrigð fyrirmynd okkar æskulýðs og jöfnum höndum sinnt forvörnum gegn reykingum og kynningu á íslenskri súkkulaðiframleiðslu. Birgitta er engri lík og UJR hyggst senda skriflega tilllögu til orðuritara um að hún fái hið minnsta riddarakross, hver sem úrslit keppninar verða.

Af síðum Séð og heyrt
Almennt telur UJR að leggja skuli áherslu á að veita íslenskum alþýðuhetjum þessi heiðursmerki á kostnað fulltrúa ákveðinna starfstétta sem virðast hafa verið orðnir áskrifendur að henni við starfslok sín. Það er við hæfi að rifja upp kosningaloforð hæstvirts forseta um aukna hlutdeild íslenskrar alþýðu í orðuveitingum embættisins.

Mick Jagger er Sir
Vissulega hefur orðið vart breytinga en betur má ef duga skal. Við hvetjum forsetann að líta til fordæmis kollega sinna í nágrannalöndunum. Englandsdrottning hefur til að mynda í auknum mæli kosið að heiðra þekkt fólk úr heimi kvikmynda, íþrótta og popptónlistar.

Til háborinnar skammar
Sem dæmi um Íslendinga sem Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja að ættu fyrir löngu að vera búnir að fá fálkaorðuna má nefna:

-Ragnhildi Gísladóttur, tónlistarkonu og yndi
-Flosa Ólafsson, leikara og karlmenni
-Hólmfríði Karlsdóttir, gyðju og móður
-Eirík Hauksson, rokkara og hetju
-Guðna Bergsson, kappa og harðjaxl
-Ólaf Stefánsson, fyrirmynd og hugsuð
-Helgu Brögu, magadansmær og konu
-Eið Smára Guðjohnsen, glókoll og markvarðahrelli
-Ragga Bjarna, söngvara og stælgæja

Forsetakosningar eru á næsta ári
Við hvetjum forseta lýðveldisins, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, að svara kalli okkar nú og stíga fyrsta skrefið með því að sæma Birgittu Haukdal, popp-prinsessuna frá Húsavík, stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand