Af ávöxtunum munið þér þekkja þá

En þegar öllu er á botninn hvolft er hin nýja ríkisstjórn hálfleiðinleg og drungaleg. Lítill áhugi og metnaður einkennir hana, hún er drifin áfram af einhvers konar skyldurækni, líkt og löngu útbrunnið hjónaband. Þá liggur fyrir að næsta ríkisstjórn verður sú sama og setið hefur í átta ár. Engar breytingar verða á ráðherraembættum og litlar mannabreytingar. Þessi nýja ríkisstjórn hefur yfir sér þunglamalegan og þreytulegan blæ og Davíð Oddson kemur ekki fram í fjölmiðlum án þess að lýsa því yfir að um síðasta kjörtímabil hans sé að ræða, að breytingar verði á „pólitískri stöðu“ hans á kjörtímabilinu.

Það er ekki vænlegt til árangurs að takast á hendur verkefni sem maður hefur lítinn áhuga á að klára. Mæðuleg ummæli forsætisráðherra um brotthvarf sitt hafa búið til mynd af þessari nýju ríkisstjórn sem er ekki ósvipuð sprunginni blöðru – blöðru sem allt loft er úr.

Og þó, maður getur nú stólað á að Tómas Ingi Olrich haldi áfram að dæla fjármunum almennings inní kjördæmið sitt, það hlýtur að vanta peninga fyrir snjó í Hlíðarfjall þar sem búið er að verja nokkrum milljörðum í skíðamiðstöð Íslands þar um slóðir. Og Halldór Blöndal mun sennilega taka til þar sem frá var horfið við að skemmta almenningi með frammistöðu sinni í embætti forseta Alþingis. Þjóðinni er sómi af þeim manni. Við skulum vona að Sólveig Pétursdóttir færi sig ekki til í ráðherraembætti, svo ekki þurfi að smíða klósett inn af skrifstofu annars ráðherra. Svo er alltaf spennandi að sjá hvort fleiri ráðherrar verði dæmdir fyrir meiðyrði eða annars konar lögbrot á næsta kjörtímabili.

En þegar öllu er á botninn hvolft er hin nýja ríkisstjórn hálfleiðinleg og drungaleg. Lítill áhugi og metnaður einkennir hana, hún er drifin áfram af einhvers konar skyldurækni, líkt og löngu útbrunnið hjónaband. Kallinn búinn að ákveða að skilja við maddömmuna en þarf að bíða í nokkra mánuði eftir skilnaðarpappírunum. Á meðan getur hann fagnað 100 ára heimastjórnarafmæli, 1130 ára Íslandsbyggð og 60 ára sjálfstæðisafmæli þjóðarinnar, auk þess að slá lengdarmet í forsætisráðherrasetu. Þetta eru háleit markmið nýrrar ríkisstjórnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand