Biðjum þjóna almennings að breyta rétt

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, biðja embættis- og stjórnmálamenn í röðum stofnfjáreigenda í SPRON um að afsala sér og skila öllum hugsanlegum gróða af sölu SPRON umfram eðlilega vexti og verðbætur. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, biðja embættis- og stjórnmálamenn í röðum stofnfjáreigenda í SPRON um að afsala sér og skila öllum hugsanlegum gróða af sölu SPRON umfram eðlilega vexti og verðbætur.

Það er hvorki í samræmi við lög né ríkjandi siðferði á Íslandi að fólk hagnist á því persónulega að gegna opinberum embættum. Fólki sem trúað er fyrir slíkum hlutverkum gegnir þeim sem fulltrúar almennings og allur gróði eða annar ávinningur sem því áskotnast vegna þessara hlutverka skal skilast aftur í sameiginlega sjóði fólksins í landinu.

Komið hefur fram að í röðum þeirra sem vegna stöðu sinnar hefur verið boðið að gerast stofnfjáreigendur í SPRON eru m.a. fyrrverandi borgarstjórar í Reykjavík, borgarfulltrúar, alþingismenn og ýmsir embættismenn. Afar mikilvægt er að það fólk sem gegnt hefur þessum embættum geri nú hreint fyrir dyrum sínum og skýri hvernig því gafst kostur á að kaupa stofnfjárhluti í SPRON á nafnverði þegar að allur almenningur átti þess ekki kost.

Taka skal fram að hluti stofnfjáreigenda hefur eignast hluti í Sparisjóðnum vegna persónulegs framlags til hans s.s. vegna sölu á fyrirtækjum til hans, starfa fyrir hann eða annars slíks. Við þessu amast Ungir jafnaðarmenn ekki sérstaklega en fagna því að rekstrarformi Sparisjóðsins verði nú breytt.

Ungt fólk í Samfylkingunni treystir því að okkar ágætu kjörnu fulltrúar, sem þáðu boð stjórnar SPRON um að kaupa stofnfé á nafnverði, sjái að sér nú þegar ljóst er að hægt verður að selja þessi hluti á margföldu kaupverði. Það ætti að vera öllum morgunljóst að þeir geta með engu móti selt hluti sína á genginu 5,5 og ætlast til að geta stungið mismuninum í vasann. Slíkt væri andstætt almennu siðferði og því opna og gagnsæja samfélagi sem samstaða hefur verið um að skapa á Íslandi.

Einnig er mikilvægt að þeir skýri hvernig þeim datt í hug að þiggja slíkt boð í upphafi, enda hljóti þeim að hafa verið ljóst að það væri lagt fram vegna stöðu þeirra í þjónustu við almenning.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand