Bersinn, ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði skora á bæjarstjórn að gera betur.

Bersinn, ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði skora á bæjarstjórn að gera betur.

Nú undirbúa íslendingar sig eins og flestar evrópuþjóðir undir það að poppa og njóta Eurovision í kvöld. Það gerum við þótt við séum full meðvituð um það að Ísrael tekur þar þátt, við ætlum því að sitja í okkar örugga umhverfi og skemmta okkur fjarri hörmunga þótt að hundruðir hafi fallið í Palestínu síðustu daga. Meðan mæður syrgja myrt börn sín, sprengjubrot eru fjarlægð og blóðið þornar þá gerum við í raun ekki neitt annað en hugsa um okkur sjálf. Sást það vel á dögunum þegar ungum flóttamönnum Palestínu var hent út á götuna hér í Bæjarhrauni, allslausum. 

Sannleikurinn er sá að auðvelt er að skipta út prófile myndum og lýsa yfir andstöðu við þá stríðsglæpi sem hafa átt sér stað. Það er sérstaklega auðvelt þegar við í raun höfum enga aðstöðu til að bjóða fram raunverulega hjálparhönd. Hælisleitendur og flóttafólk býr við slæmar aðstæður í Hafnarfirði rétt eins og öðrum sveitarfélögum. Yfirfull húsnæðin eru til skammar og í raun svo slæm að meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ekki séð neina aðra undankomu leið nema hunsa hjálparköll Flóttamannahjálpar Sameinu Þjóðana. Var það til dæmis gert þegar óskað var eftir því að taka á móti börnum frá Lesbos sem búa við hræðilegar aðstæður. Málinu frestað og tafið meðan aðstæður versna og við gerum ekki neitt.

Því situm við nú og fylgjumst með fréttum af því þegar saklausar fjölskyldur eru sprengdar og myrtar. Við vitum að samfélag eins og Hafnarfjörður er fullfær um að bjóða fram aðstoð til þeirra sem eiga um sárt að binda, en til þess þarf vilja. Viljan til að gera betur og hjálpa þeim sem minna mega sín. Við skorum því á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gera betur í þessum málaflokki svo Hafnfirðingar þurfi ekki að skammast sín fyrir að standa aðgerðarlausir hjá meðan hjálparköllin berast.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand