Ferðinni hjá okkur er heitið á Kleppjárnsreyki, sem er á milli Borgarness og Hvanneyrar, laugardaginn 12. júlí.
Ertu kannski að horfa núna út um gluggann og hugsa með þér hvað það er geggjað veður og þú værir meira en til í það að skella þér í magnaða útilegu, jafnvel þó svo að þú sért það heppin/n að fá að vera að vinna úti og njóta góða veðursins?
Ef svarið er ÓJÁ, þá er málið að kíkja á útilegu með Ungum Jafnaðarmönnum, þar sem við ætlum að halda uppi trylltri stemmingu! Í boði verður ekta jafnaðarmannastemming, þar sem við munum halda hátíð ástar og friðar (nei, þetta er ekki hin ísl. Woodstock, en kannski nálægt því).
Ferðinni hjá okkur er heitið á Kleppjárnsreyki, sem er á milli Borgarness og Hvanneyrar, laugardaginn 12. júlí. Ungir jafnaðarmenn á Akureyri sjá um að tryggja stuðið en einmitt það unnu þau sér til frægðar í fyrrasumar. Skoðið myndirnar hér: http://samfo.is/?action=album&id=132
Það sem þú þarft til að mæta í þessa geggjuðu stemmningu er frekar einfalt og er upptalið hérna:
1. Tjald og svoleiðis
2. Nesti
3. Gott skap
Verði er náttúrulega stillt í hóf og kostar bara 500 kr. per manneskju á nótt, svo er hægt að fara í sund á staðnum á viðráðanlegu verði.
Spurningin er þá hvort þú sért drullu nett/ur eða kassi, hvort ert þú?
Nánari upplýsingar fást í tölvupósti hjá uj@samfylking.is
Ef þú ert í vandræðum með að redda þér á staðinn þá er upplagt að senda á okkur póst og sjá hvort við getum ekki reddað þér og þínum. Enda viljum við koma öllum í gott skap…