Arfaslök utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar

,,Það er eiginlega með ólíkindum hversu lítið er fjallað um þau mistök og klúður sem utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar er. Svo ekki sé minnst á það klabb sem þeir háu herrar (Valgerður líka) hafa komið okkur í. Landsmönnum til varnar má segja að við höfum í raun ekki mikinn áhuga á því sem gerist utanlands nema að þar sé staddur Íslendingur.“ Segir Sverrir Bollason í grein dagsins. Það er eiginlega með ólíkindum hversu lítið er fjallað um þau mistök og klúður sem utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar er. Svo ekki sé minnst á það klabb sem þeir háu herrar (Valgerður líka) hafa komið okkur í. Landsmönnum til varnar má segja að við höfum í raun ekki mikinn áhuga á því sem gerist utanlands nema að þar sé staddur Íslendingur.

Ef ekki ætti að nefna annað til sögunnar þá myndi ég byrja á Birni Bjarnasyni. Nú er hann dómsmálaráðherra og ber í brjósti sér draum um her og leyniþjónustu eins og alþjóð veit en hann neitar, því hvorugt er vinsælt. En enginn skyldi segja að hann fari ekki sínar eigin leiðir. Og sannarlega er hann vel að sér í öryggis og varnarmálum, sérstaklega hvað varðar NATO þótt mat hans á málum sé í besta falli vafasamt. Gleymum því ekki að hann er ekki utanríkisráðherra heldur dóms- og kirkjumálaráðherra. Ekki er Sturla sífellt að kafa ofan í landbúnaðarmálin þar sem Guðni ríkir eða Einar K. að kássast upp á hvað hann nú heitir sem er félagsmálaráðherra. Það þætti fólki nú skrýtið en í þessu eina málaflokki þá viðurkennir bara utanríkisráðherrann: „Æi ég kann ekkert á þessi varnarmál, Bjössi getur þú ekki bara gert þetta?“ Fyrstu viðvörunarmerkin eru farin að hljóma: Utanríkisráðherra sem veit ekkert um varnarmál er bara að eyða tíma okkar.

Ég gæti sleppt glósunni um landskunna tungumálafötlun Valgerðar, en hvaða gaman væri að því? Sagan er sem sagt sú að á mikilvægum fundi s.l vor hafi Valgerður eyðilagt heilan fund með háttsettum erlendum fulltrúa vegna þess að hún skyldi ekki löngu orðin sem hann notaði. Hún greip eitt á lofti og ræddi málin á grunni hugtaks sem hún hafði misskilið. Óborganlegt. Viðvörunarbjöllurnar verða ærandi þegar utanríkisráðherrann kann ekki erlend tungumál.

Svo var það ruglið í Einari K. með hvalveiðina sem við verðum víst að stunda svo að við töpum ekki sjálfstæðinu eða þjóðarsálinni. Það er fíaskó í utanríkismálum eins og þau gerast best. „Bara af því mér finnst það“ eru nefnilega fín rök í alþjóðasamskiptum sama hvað sjómenn segja og slíkar yfirlýsingar geta haft mikil áhrif. Sjáið t.d. Íraksstríðið sem er bara byggt á „mér finnst það“ rökum eins manns. Íraksstríðið er sko engin skemmtisaga, einn stærsti og alvarlegasti atburður alþjóðastjórnmálanna síðustu áratug. En þegar það kemur inn á borð Davíðs og Halldórs þá er það minniháttar utanríkismál og ekki þess virði að ræða við nokkurn mann. Fyrr en varir eru Íslendingar komnir í stríð!

En nóg af hótfyndni og tækifærissögum. Á morgun er ekki mánudagur og þá verð ég málefnalegri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand