ÁRAMÓTAANNÁLL

Yfirlýsing ársins: „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór Ásgrímsson þegar hann taldi Íslendinga hafa fundið sinnepsgas í Írak og kvaðst afar stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra þátt í málinu. Síðar kom í ljós að hvorki var um að ræða sinnepsgas né heimsatburð.Geðvonska ársins: Geir H. Haarde. Það er ljóst að Geir er tekinn við formennsku flokksins í anda. Kaldastríðsbergmál ársins: Nýyrðasmíð Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra þegar hann kallaði Samfylkinguna ,,afturhaldskommatittsflokk“. Ræða ársins: Ræða Guðna Ágústssonar rétt áður en hann beit í heimsmetspylsuna.

Yfirlýsing ársins: „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór Ásgrímsson þegar hann taldi Íslendinga hafa fundið sinnepsgas í Írak og kvaðst afar stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra þátt í málinu. Síðar kom í ljós að hvorki var um að ræða sinnepsgas né heimsatburð.

Dramatískustu sambandsslit ársins: Viðskilnaður þingflokks Framsóknarflokksins við Kristin H. Gunnarsson og hjartnæm lýsing þingflokksformannsins, Hjálmars Árnasonar, þegar hann líkti sambandsslitunum við hjónaskilnað.

Afstaða ársins: Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar Alþingis og fyrrverandi framkvæmdastýra stúdentaráðs HÍ, og afstaða hennar til skólagjalda við ríkisháskólana.

,,Liðsmaður“ ársins: Annað árið í röð Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Geðvonska ársins: Geir H. Haarde. Það er ljóst að Geir er tekinn við formennsku síns flokks í anda.

Réttarríki ársins: Bandaríkin. Í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu hafa þau undanfarin ár haldið föngnum mönnum sem gætu vel verið saklausir og hafa hvorki verið ákærðir né dæmdir.

Kaldastríðsbergmál ársins: Nýyrðasmíð Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra þegar hann kallaði Samfylkinguna ,,afturhaldskommatittsflokk“.

Ljósmyndari ársins: Ástþór Magnússon sem leigði sér körfubíl til að geta tekið myndir af blaðamönnum á skrifstofu DV.

Aumkunarverðasti hópur ársins: Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, stefnulaust rekald sem nýtur æ minni stuðnings, líka þegar R-listinn gengur í gegnum mikla orrahríð í fjölmiðlum.

Sendiherra ársins: Júlíus Hafstein.

Óháðasti blaðamaður ársins: Ólafur Teitur Guðnason. Maðurinn heldur uppi skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins og hefur aðeins eitt markmið í blaðamennsku: að verja Flokkinn, hvað sem tautar og raular.

Kosningabarátta ársins: Barátta Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir sæti í Hæstarétti.

Ræðumaður ársins: Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum.

Gunga og drusla ársins: Davíð Oddsson ef marka má Steingrím J. Sigfússon.

Símavinur ársins í Viltu vinna milljón?: Geir H. Haarde þegar Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson fengu að njóta visku hans. Skömmu síðar ákvað Geir að skipa Jón í hæstarétt nema hvað þá kom ekki vinátta við sögu, eftir því sem Geir sagði sjálfur.

Móðursýkiskast ársins: Þegar Einar Oddur Kristjánsson missti sig í ræðustól á Alþingi og fullyrti að kennarasamningarnir myndu orsaka 80% verðbólgu.

Frjálshyggjuhreinsun ársins: Bolli Thoroddsen og co. náðu kjöri í stjórn Heimdallar ári á eftir áætlun.

Málamyndahjónaband ársins: Björn Bjarnason og Þorsteinn Davíðsson. Þeir tveir herramenn, lærimeistarinn og lærisveinninn, voru iðnir við að gauka ýmsum þjóðþrifamálum að þinginu. Má þar nefna hin frjálslyndu útlendingalög, sjálfsagðar hleranir án dómsúrskurðar, löngu tímabært afnám almennrar gjafsóknar og framfarasinnað fangelsisfrumvarp.

Hjónaband ársins: Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og tilvonandi forseti Alþingis, og Kristinn Björnson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs.

Skipun ársins: Jón Steinar Gunnlaugsson í embætti hæstaréttardómara. Þarfnast ekki rökstuðnings.

Kinnhestur ársins: Kristján Jóhannsson þegar hann sló þáttastjórnanda Íslands í bítið utan undir.

Málskot ársins: Ólafur Ragnar Grímsson.

Brella ársins: Björn Bjarnason þegar hann taldi það brellu að leggja fram lítt breytt fjölmiðlafrumvarp til að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Tveimur vikum síðar framkvæmdi ríkisstjórn Björns brelluna.

Persónuleikatruflun ársins: Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hvor persónan hefur sína afstöðu til útsvarshækkunar sveitarfélaga. Fast á hæla Vilhjálms kemur Gísli Marteinn Baldursson, annars vegar vindhani í sjónvarpsskemmtiþætti, hins vegar kappsfullur varaborgarfulltrúi.

Júra ársins: Björn Bjarnason: ,,Umboðsmaður Alþingis er bara maður úti í bæ.“

Pylsa ársins: Guðni Ágústsson.

Fortíð ársins: Halldór Ásgrímsson vill ekki dvelja í fortíðinni þegar kemur að málefnum Íraks: Ekki skiptir máli þó að Ísland hafi stutt stríð sem hafið var á fölskum forsendum heldur verður að horfa fram á veg.

Tilraun ársins: Breytingar Björns Bjarnasonar á heimasíðu sinni, rökstuddar af hans hálfu sem tilraun til að athuga hvort fjölmiðlar væru að fylgjast með síðunni hans.

Egó ársins: Kaup ríkisstjórnarinnar á skopmyndum af sjálfri sér fyrir 18 milljónir.

Par ársins: Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Dagný Jónsdóttir, framtíð Framsóknarflokksins.

Gervimál ársins: Jafnréttismálin að mati Geirs H. Haarde þegar bent var á að í nýskipaðri nefnd hans væru eingöngu karlar.

Barn-síns-tíma ársins: Jafnréttislögin.

Aukin-virðing-almennings-fyrir-Alþingi ársins: Þegar Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kallaði forsætisráðherra „gungu og druslu“.

Stóri bróðir ársins: Guðlaugur Þór Þórðarson. Ein fyrsta ræða hans á þingi var vörn fyrir rétti atvinnurekenda á skilyrðislausri lífssýnatöku úr starfsfólki sínu. Reyndar var hörð barátta um þennan titil meðal ungu þingmannanna í Sjálfstæðisflokknum.

Bók ársins: Lífsins melódí eftir Árna Johnsen

Höfðingjasleikja ársins: Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, fyrir að verja ríkisstjórnina – ALLTAF!

Ráðherra-wannabe ársins: Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, fyrir að verja ríkisstjórnina – ALLTAF!

Húskarl og strákhvolpur ársins: Guðjón (eitt sinn slaufa) Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins.

Frjálshyggjumaður ársins: Ólafur Teitur Guðnason. Ritstýrði forsætisráðherrabókinni sem var gefin út af hinu opinbera.

Einkapartí ársins: Heimastjórnarafmæli Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisvæðing ársins: Kaup sjálfstæðismanna í Símanum á Skjá einum.

Vanhæfasti stjórnmálamaður ársins: Björn Bjarnason sem vék sæti þegar skipað var í embætti hæstaréttardómara, ekki af því að einn umsækjenda, Jón Steinar Gunnlaugsson, er aldavinur hans heldur af því að annar umsækjandi, Hjördís Hákonardóttir, hafði kært Björn til Jafnréttisráðs þegar hann réð frænda Davíðs Oddsonar sem hæstaréttardómara.

Vanhæfasti stjórnmálamaður ársins # 2: Einnig Björn Bjarnason sem taldi sig þurfa að víkja þegar Þjóðarhreyfingin sótti um tímabundið leyfi til landssöfnunar, ekki af því að hann hafði opinberlega sagst vera á móti fjársöfnun hreyfingarinnar heldur af því að einn aðstandenda er systir hans.

Stuðningsbréf ársins: Keðjubréfið sem var samið í tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar honum sjálfum til stuðnings.

Glansmynd ársins: Fjárlög Geirs H. Haarde. Reyndar hefur Geir fyrir löngu unnið þennan titil til eignar.

Önd ársins: Halldór Blöndal.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand