Starfið hefur á árinu dafnað, félagsmönnum fjölgað og hópurinn eflst og styrkst. Er það von mín að næstkomandi ár muni vera farsælt fyrir félagið og það muni verða enn öflugra. Um leið og ég þakka fyrir árið, vil ég óska ykkur öllum gleði og friðar á hátíðunum. Sjáumst hress á Jólaskemmtun UJA næstkomandi föstudag. Segir Valdís Anna Jónsdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.
Árið 2006 hefur verið mjög farsælt fyrir UJA, við hófum árið á því að halda fund um áfengis og vímuefnavandann hér á Akureyri. Sá fundur gekk mjög vel og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum, en Lárusarhús troðfylltist. Aðalfundur var einnig haldin í janúar og var Sveinn Arnarson kjörinn formaður, á þeim fundi var nafnið Stólpi tekið út og félagið látið einungis heita Ungir jafnaðarmenn á Akureyri.
Framboðslistinn fyrir sveitastjórnarkosningarnar var kynntur og sátu þrír stjórnarmeðlimir UJA á þeim lista, í 5., 15. og 20 sæti. Í kosningarbaráttunni í vor tókum við virkan þátt og opnuðum meðal annars kaffihús í Skipagötu og höfðum þar opið flest öll kvöld. Einnig létum við framleiða boli fyrir okkur og opnuðum heimasíðu. Það má því með sanni segja að ungliðahreyfingin hafi verið vel sýnileg í kosningabaráttunni í vor.
UJA tók sér sumarfrí í sumar en hóf starfið aftur af fullum krafti í haust með því að halda nýjan aðalfund til að rétta starfið af. Þar var kosinn ný stjórn og var undirrituð kjörinn formaður. Ný heimasíða var tekin í notkun og var kjörinn ritstjóri hennar, Sölmundur Karl Pálsson, og hefur síðan tekið miklum stakka skiptum.
Farin var hópferð suður á Landsþing Ungra jafnaðarmanna og fóru tveir einstaklingar úr stjórn UJA inní landsstjórnina, en við töldum mjög mikilvægt að koma landsbyggðarfólki inn í stjórnina til að hún höfðaði til sem flestra félagsmanna.
Við höfum lagt mikið uppúr að halda góðu sambandi við aðrar ungliðahreyfingar, bæði til að auka á vinskapinn og til að læra hvert af öðru og auka fjölbreyttnina. Landsstjórn UJ kom norður og fórum við með þau út í Hrísey og fengum við góða leiðsögn þar frá heimamönnum. Einnig buðu Hafnfirðingar okkur í heimsókn til sín þar sem við lærðum um stjórnsýslu þeirra og hvað hefur áunnist hjá þeim síðan þau tóku við stjórninni þar í bæ. Sú ferð var mjög lærdómsrík og lauk á því að ákveðið var að Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði myndu koma í heimsókn hingað til Akureyrar á nýju ári.
UJA hóf að fara í reglulegar ferðir upp á dvalarheimilið Hlíð þar sem að við heimsóttum eldra fólkið og spöllum við þau, enda eru þar á ferð margir viskubrunnar og mikið hægt að læra og margt að spjalla um. Einnig héldum við fund um Nauðganir, stöðu mála hér á Akureyri og hvað væri hægt að gera. Sá fundur gekk mjög vel og spunnust góðar umræður í kjölfarið enda mikilvægt málefni hér á ferð.
Félagið hefur sent út nokkrar ályktanir þar sem við höfum meðal annars ályktað um mikilvægi ungs fólks í pólitík, öflugs háskóla á landsbyggðinni og margt fleira.
Starfið hefur á árinu dafnað, félagsmönnum fjölgað og hópurinn eflst og styrkst. Er það von mín að næstkomandi ár muni vera farsælt fyrir félagið og það muni verða enn öflugra.
Um leið og ég þakka fyrir árið, vil ég óska ykkur öllum gleði og friðar á hátíðunum. Sjáumst hress á Jólaskemmtun UJA næstkomandi föstudag.
Valdís Anna Jónsdóttir
Formaður Ungra jafnaðarmanna á Akureyri
_______________
UJA.is – vefsíða Ungra jafnaðarmanna á Akureyri