Anna Pála býður sig fram til formanns UJ

Anna Pála Sverrisdóttir, 24 ára laganemi, gefur kost á sér sem formaður Ungra jafnaðarmanna á landsþingi samtakanna sem haldið verður í Reykjavík 6.-7. október nk. Fréttatilkynning:

Anna Pála Sverrisdóttir, 24 ára laganemi, ætlar að gefa kost á sér sem formaður Ungra jafnaðarmanna á landsþingi samtakanna sem haldið verður í Reykjavík 6.-7. október nk.

Anna Pála stundar meistaranám í lögum við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu undanfarin ár en vinnur nú lögfræðistörf hjá Persónuvernd meðfram námi.

Hún hefur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Meðal annars sat hún tvö ár í Háskólaráði HÍ, var oddviti Röskvu í Stúdentaráði og fulltrúi SHÍ í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þá stýrði hún ráðstefnunni Iceland Model United Nations og var stofnandi samnefnds félags auk þess að sitja í stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Hún hefur mikla reynslu af ritstörfum, er í ritstjórn Vefritsins og vann til ýmissa verðlauna fyrir skriftir á yngri árum. Anna Pála starfaði með Vinstri grænum um tíma, en valdi að ganga til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa verið óflokksbundin.

Hún býr nú í Reykjavík en hefur áður búið m.a. á Blönduósi, Þelamörk við Akureyri og Skógum undir Eyjafjöllum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand