[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn mótmæla hugmyndum um skólagjöld

UJ eru hatramlega á móti skólagjöldum og telja að aðgangur að menntakerfinu eigi ekki undir neinum kringumstæðum að vera takmarkaður af efnahag námsmanna eða aðstandenda þeirra. Það er eitt af grunngildum jafnaðarstefnunnar að öflug menntun standi öllum þegnum þjóðfélagsins til boða og eru skólagjöld beinlínis andstæð þeirri hugsjón. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, gagnrýna þau ummæli Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns flokksins, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins nú fyrr í vikunni að til greina komi að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands.

Ungir jafnaðarmenn eru hatramlega á móti skólagjöldum og telja að aðgangur að menntakerfinu eigi ekki undir neinum kringumstæðum að vera takmarkaður af efnahag námsmanna eða aðstandenda þeirra. Það er eitt af grunngildum jafnaðarstefnunnar að öflug menntun standi öllum þegnum þjóðfélagsins til boða og eru skólagjöld beinlínis andstæð þeirri hugsjón. Í staðinn á að horfa til nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum í auknum mæli og fylgja fordæmi þeirra; háskólarnir í Danmörku eru t.d. mjög sterkir sé litið til aðstöðu, kennslu og rannsókna; án þess að nemendur séu rukkaðir sérstaklega fyrir það.

Ungir jafnaðarmenn skora á Björgvin, sem og aðra skólagjaldaþenkjandi jafnaðarmenn, til að endurskoða afstöðu sína til málsins og beita sér þess í stað fyrir því að Háskóli Íslands megi vaxa og dafna. Í kjölfar tímabærs frumkvæðis menntamálaráðherra, þar sem fjárframlög til skólans eru stóraukin á næstu fimm árum, ættu þingmenn Samfylkingarinnar að ítreka framsýna stefnu flokksins í menntamálum, en ekki velta upp hugmyndum um skólagjöld. Slíkt samrýmist ekki jafnaðarmannahugsjóninni og er ekki vænlegt til árangurs.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand