[Ályktun] UJR harma orð landbúnaðarráðherra

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma að landbúnaðarráðherra telji það fjarstæðu að bændur komi sér upp stórum kúabúum með allt að 200-500 kúm. Þeir sem vilja reka mjólkurbú eiga að hafa frjálsar hendur um stærð búa sinna, svo lengi sem þeir fara eftir settum reglum. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma að landbúnaðarráðherra telji það fjarstæðu að bændur komi sér upp stórum kúabúum með allt að 200-500 kúm. Þeir sem vilja reka mjólkurbú eiga að hafa frjálsar hendur um stærð búa sinna, svo lengi sem þeir fara eftir settum reglum.

Um leið og Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa ánægju sinni með íslensku mjólkina og þær fjölmörgu afurðir, gamlar og nýjar, sem úr henni eru unnar, beina þeir því til landbúnaðarráðherra að eyða orku sinni frekar í að reyna að draga úr útgjöldum ríkisins vegna mjólkurframleiðslu. Þessi fjárútlát eru nú um 4,5 milljarðar króna á ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004. Það er trú Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík að með minni ríkisafskiptum af landbúnaði myndi vera hægt að draga verulega úr útgjöldum ríkissjóðs á sama tíma og kjör bænda myndu örugglega batna og verð til neytenda lækka.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand