Miðstjórn Ungra jafnaðarmanna gagnrýnir harðlega ofsafengin viðbrögð lögregluyfirvalda viðfriðsamlegum mótmælum Sambands ungra sjálfstæðismanna við rússneska sendiráðið áþriðjudag.
Það er með öllu ólíðandi að vopnuð sérsveit sé kölluð út til að bregðast við slíkum mótmælum.Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsinu. Þær ýta undir vantraust til lögreglu og fæla fólk fráþví að láta í sér heyra.
Fleiri tilvik hafa átt sér stað á síðastliðnum árum þar sem lögregla hefur haft afskipti affriðsælum mótmælum og er það áhyggjuefni í lýðræðisríki. Dæmi eru um að ungt jaðarsett fólkhafi verið handtekið fyrir það eitt að ætla sér að mótmæla friðasamlega. Miðstjórn Ungra jafnaðarmanna telur alvarlegt að lögregla beiti valdi sínu til þess að stöðva friðsæl mótmæli ogbendir á stjórnarskrárbundinn rétt einstaklinga til að safnast saman og mótmæla.