[Ályktun] Löngu tímabært að heimila matvöruverslunum að selja léttvín og bjór

Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt til afgreiðslu úr allsherjarnefnd þingsins var það tekið af dagskrá undir lok þinghalds, sökum málþófshótana þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Er það einkar óheppilegt að lítill hópur þingmanna hafi með þessu móti getað stöðvað framgang þessara löngu tímabæru breytinga. Ungir jafnaðarmann í Reykjavík lýsa yfir miklum vonbrigðum með að frumvarp, sem hefði heimilað sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, hafi ekki orðið að lögum á lokaspretti Alþingis, nú um helgina.

Telur félagið einokun ríkisins á sölu áfengis tímaskekkju og að eðlilegt sé að færa sölu þess í hendur einkaaðila, eins og tíðkast víðsvegar í nágrannalöndum okkar. Ávinningur þess væri í meginatriðum tvíþættur: Aukin þægindi fyrir neytendur og aukið hagræði í verslunarrekstri. Benda UJR á að á landsbyggðinni sé áfengi víða selt í almennum verslunum án nokkurra vandkvæða.

Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt til afgreiðslu úr allsherjarnefnd þingsins var það tekið af dagskrá undir lok þinghalds, sökum málþófshótana þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Er það einkar óheppilegt að lítill hópur þingmanna hafi með þessu móti getað stöðvað framgang þessara löngu tímabæru breytinga.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið