[Ályktun] Heimgreiðslurnar eru sýndarleikur

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að hefja heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem bíða eftir leikskólaplássi.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að hefja heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem bíða eftir leikskólaplássi. Borgaryfirvöld eiga að sjá sóma sinn í því að til séu næg leikskólapláss fyrir börnin í borginni og ekki víkja sér undan vandanum með sýndarlausnum á borð við heimgreiðslur. Um er að ræða svo lágar greiðslur að þær bæta ekki á nokkurn hátt fyrir það vinnutap sem foreldrar verða fyrir á meðan börn þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi.

Grunnhugmyndin að baki greiðslunum er ennfremur varhugaverð enda afturhvarf til löngu liðins tíma. Reynslan sýnir að í flestum tilvikum draga slíkar greiðslur úr atvinnuþátttöku kvenna og eru þær þannig skref aftur á bak í kvenréttindabaráttunni og afar slæm leið til að leysa þann brýna vanda sem myndast hefur í leikskólamálum í Reykjavík. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík skora á borgaryfirvöld að endurskoða ákvörðunina hið fyrsta og beita sér frekar fyrir því að fæðingarorlof beggja foreldra verði lengt sem fyrst, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand