[Ályktun] Hallveig hafnar Bakdyradúett

Hallveig – ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, hafnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni og veit að Reykvíkingar eru sama sinnis.Hallveig hafnar Bakdyradúett

Hallveig – ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, hafnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni og veit að Reykvíkingar eru sama sinnis. Enn einu sinni á kjörtímabilinu er búið að misbjóða lýðræðinu og borgarbúum. Í síðustu kosningum fengu þessir flokkar aðeins um 48% atkvæða. Nú mælast þeir með innan við 29% fylgi. Að auki hefur hin upphaflega forystusveit beggja flokka tvístrast, en tveir efstu menn úr prófkjöri Framsóknarflokksins hafa yfirgefið borgarmálin og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins getur ekki stjórnað sjálfum sér, hvað þá borginni.

Verðandi formaður borgarráðs, Óskar Bergsson, hefur nú innan við tvö prósent borgarbúa á bak við sig. Hallveig vill rifja upp að hann á sér sögu sem pólitíkus eigin valda frekar en fólksins. Hann sat beggja vegna borðsins fyrr á kjörtímabilinu, sem formaður framkvæmdaráðs og á sama tíma sem fulltrúi Faxaflóahafna í hagsmunagæslu gagnvart sjálfum sér. Óskar er nú ábyrgur fyrir því að hafa hundsað möguleikann á öflugri borgarstjórn Tjarnarkvartettsins sem nýtur mikils trausts borgarbúa.

Ábyrgðarhluti Sjálfstæðisflokks er ekki minni en hann myndar nú á ný meirihluta eftir viðræður við einn mann, án þess að hirða um hvort hann hafi stuðning næsta varamanns síns. Það gerir að verkum að meirihlutinn er engu traustari en sá sem féll.

Hallveig leggur til við Alþingismenn að þeir íhugi alvarlega að grípa til þess örþrifaráðs þegar þingið kemur saman í september, að setja bráðabirgðalög svo kjósa megi aftur í borginni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand