Ný stjórn ungra jafnaðarmanna er tekin við í Reykjavík. Nafni félagsins var einnig breytt á fjölmennum aðalfundi í gærkvöldi. UJR voru nefndir Hallveig Ný stjórn ungra jafnaðarmanna er tekin við í Reykjavík. Nafni félagsins var einnig breytt á fjölmennum aðalfundi í gærkvöldi. UJR voru nefndir Hallveig – ungir jafnaðarmenn í Reykjavík.
Stjórn Hallveigar skipa:
Guðrún Birna le Sage de Fontenay, formaður
Guðlaugur Kr. Jörundsson, varaformaður
Júlía Margrét Einarsdóttir, ritari
Ólöf Halldóra Þórarinsdóttir, gjaldkeri
Ásþór Sævar Ásþórsson, meðstjórnandi
Brynhildur Bolladóttir, meðstjórnandi
Erna María Jensdóttir, meðstjórnandi
Guðfinnur Sveinsson, meðstjórnandi
Jóhann Haukur Gunnarsson, meðstjórnandi
Júlía Aradóttir, meðstjórnandi
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, meðstjórnandi
Eldheitur fundur og ályktanir
Fundurinn var vel sóttur og myndaðist stemmning eftir góðar framsögur Oddnýjar Sturludóttur og Ellerts B. Schram undir fundarstjórn Ágústs Ólafs Ágústsonar.
Ályktað var um ástand borgarinnar og það sárlega harmað. Brýnt væri fyrir sitjandi borgarstjórn (í gær) að breyta forgangsröð sinni. Að setja fólkið í borginni, hag þeirra og málefni framar sérhagsmunum og átökum um stóla og völd.
Fundargestir voru sammála um að nú á tímum efnahagsþrenginga sé mikilvægara en nokkru sinni að beina athyglinni að fólkinu í landinu og að stjórnvöldum beri að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leggja fólki sem minna má sín lið.
Mikill hugur er í félagsmönnum Hallveigar sem eru tilbúnir að sigla inn í öflugt starfsár enda gefandi verkefni að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar.