Almenningssamgöngur í niðurníðslu

Fyrirhugaðar breytingar á almenningssamgöngum eru til háborinnar skammar. Breytingar sem eiga að lækka rekstrarkostnað Strætó Bs. um 360 milljónir króna. Stjórn Strætó bs. tók ákvörðunina í ljósi þess að gífurlegur rekstrarhalli hefur verið á fyrirtækinu það sem af er ári. Breytingarnar fela í sér að dregið verður verulega úr þjónustu strætó, þessar aðgerðir bitna helst á skólafólki og öðrum sem höfðu nýtt sér stofnleiðir.

Fyrirhugaðar breytingar á almenningssamgöngum eru til háborinnar skammar. Breytingar sem eiga að lækka rekstrarkostnað Strætó Bs. um 360 milljónir króna. Stjórn Strætó bs. tók ákvörðunina í ljósi þess að gífurlegur rekstrarhalli hefur verið á fyrirtækinu það sem af er ári. Breytingarnar fela í sér að dregið verður verulega úr þjónustu strætó, þessar aðgerðir bitna helst á skólafólki og öðrum sem höfðu nýtt sér stofnleiðir.

Reiði mín blossaði þegar ég heyrði af þessari ákvörðun stjórnarinnar. Þar sem ástæðan fyrir rekstrarhalla byggðarsamlagsins er fækkun farþega er skrítið til þess að hugsa að þeir telji það lausn við vanda Strætó Bs. að draga gífurlega úr þjónustu. Sé dregið úr þjónustu hvetur það enn fleiri til að fá sér einkabíl og lítt hugsuð leið stjórnar Strætó Bs. endar á því að drepa byggðasamlagið.

Það kemur þó ekki á óvart að þetta gerist, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með yfirburðastöðu í stjórn Strætó og Ármann Kr. Ólafsson orðinn formaður. Ljóst er að þessum aðgerðum stjórnar Strætó Bs. verður að mótmæla, við getum ekki liðið að sífellt sé traðkað á opinberri þjónustu, hún fjársvelt og loks látin líða út af.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand