Allir með – enginn útundan

Það var svosem auðvitað að ritstjórar DV mættu í Kastljósið á miðvikudaginn óskaplega sorrý yfir atburðarrásinni sem fór af stað í kjölfar forsíðufréttar þeirra af meintum glæpamanni daginn áður. En þeir voru þó ekki sorrý af þeim ástæðum sem manni hefði þótt eðlilegt; -nei, þeir virtust ekkert sjá eftir því að hafa gengið langt út fyrir öll velsæmismörk í sínum málflutningi með þeim skelfilegu afleiðingum sem raun bar vitni. Hugsjónir skipta máli. Erindi jafnaðarmanna í stjórnmálum er öðru fremur að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri tryggja samheldni og samstöðu í samfélaginu og virkja mannauð borgarsamfélagsins.

Það búa ekki allir við jöfn tækifæri í borginni. Skólafólk getur bent á sjö og átta ára börn sem mjög líklegt er að lendi utan vegar í framtíðinni, detti úr skóla, lendi í afbrotum eða fíkniefnum. Börn af erlendum uppruna eru mörg illa í sveit sett. Þau sem skila sér ekki í leikskóla eru þegar komin aftar í röðina þegar grunnskólaganga hefst. Þess vegna skiptir gjaldfrjáls leikskóli máli í þessu samhengi. Ástæðurnar geta verið margvíslegar: Fátækt, ofbeldi, áfengisvandi, sundraðar fjölskyldur, brenglað verðmætamat og forgangsrröðun foreldra og skilningsskortur á mikilvægi og forvarnargildi þess að eyða tíma með börnum.

Lausnir á félagslegri útskúfun, sem svo hefur verið kölluð, þurfa forgang. Borgin er í ágætri aðstöðu til að beita afli, kunnáttu, þekkingu og sambandi við fólk til að rétta hlut þeirra sem ekki eru alveg með. Það er meðal annars hægt með

• gjaldfrjálsum leikskóla,
• gjaldfrjálsum hádegisverði í grunnskólanum,
• semfelldum skóla, samþættingu skóla-, tómstunda-, íþrótta- og listastarfs,
• námskeiðum fyrir foreldra
• meiri áhrifum foreldrafélaga í skólunum

Við eigum einnig að beita öðrum, óhefðbundnum lausnum. Við eigum að vinna með sjálfboðaliðasamtökum, trúfélögum og áhugafólki sem vill vinna að meiri samheldni og samstöðu. Við eigum að virkja meir sjálfboðið starf, s.s. foreldrafélaga, Heimilis og skóla, rauðakrossfélaga og stuðningsfjölskyldna.

Sterkar fjölskyldur
Það eru gömul sannindi og ný að besta forvörn við útskúfun er samheldin, sterk fjölskylda. Gjaldfrjáls leikskóli, hádegisverður fyrir alla, námskeið fyrir foreldra: allt miðar þetta að því að styrkja fjölskylduna í Reykjavík. Ef okkur tekst að bæta leikskólann, grunnskólann og skipulagið í borginni, þá fá fjölskyldur í borginni meir af því sem þær þurfa mest: tíma. Það á að vera forgangsverkefni næsta kjörtímabils í Reykjavík.

Kjartan Valgarðsson er markaðsstjóri og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. febrúar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand