Akureyri – Öll lífsins gæði

,,Auk þess hefur tilkoma Saga Capital opnað á fjármálaþjónustu á Akureyri og sýnir svart á hvítu að það er alveg hægt að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðis“. Segir Jóhann Jónsson varaformaður Ungra jafnaðarmanna á Akureyri í grein dagsins.

Nú eru um tvö ár síðan Samfylkingin komst til valda í bæjarstjórn Akureyrar. Samfylkingin náði þremur kjörnum fulltrúm og fór í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og hefur samstarfið gengið vel.

Eitt stærsta kosningamálið var að efla atvinnumál og félagslega þjónustu. Gengið hefur vel að efna þessi kosningaloforð og er unnið hörðum höndum að bæta það enn betur. Becromal er með í byggingu aflþynnuverksmiðju við Krossanes sem skapar um 90 störf og bera menn miklar vonir við þetta ítalska fjölskyldufyrirtæki. Auk þess hefur tilkoma Saga Capital opnað á fjármálaþjónustu á Akureyri og sýnir svart á hvítu að það er alveg hægt að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðis.

Aldrei hefur verið eytt meira hlutfallslega í félagslega þjónustu á Akureyri og uppbyggingu íþrótta. Á sunnudaginn var opnuð Íþróttamiðstöðin í Hrísey sem sameinar íþróttahús og sundlaugina í Hrísey. Á síðustu tveimur vikum hefur verið tekin skóflustunga að nýjum skóla í Naustahverfi, byggingu íþróttahús við Giljaskóla sem jafnframt verður fimleikahús og svo er gríðarleg uppbygging á Íþróttasvæði Þórs þar sem eitt flottasta íþróttasvæði landsins rís í tengslum við Landsmót UMFÍ 2009. Akureyri hefur markað sér stefnu að vera með ódýrustu leikskólum landsins og hefur skólanefnd beitt miklu aðhaldi svo að það sé hægt án þess þó að það bitni á gæðum kennslunnar en Akureyri er með eitt hæsta hlutfall menntaðra kennara í leikskólunum og getum við án vafa tileinkað það Háskólanum á Akureyri.

Akureyri er með öflugan háskóla sem samkvæmt umsóknum hefur aldrei verið vinsælli en honum barst um 900 umsóknir um skólavist fyrir skólaárið 2008 – 2009. Auk þess að vera með háskóla í fremstu röð þá eru á Akureyri tveir öflugir framhaldsskólar; Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Eitt af því sem Samfylkingin lagði mikla áherslu á var að bjóða frítt í strætó og strax í byrjun síðasta árs var strætó gerður frír fyrir alla. Þetta hefur orðið til þess að gríðarleg fjölgun hefur verið í ferðum strætó sem er gífurlega ánægjulegt í ljósi hækkandi bensínverð og þess aðhalds sem heimili í landinu verða sýna á svona tímum.

Samfylkingin ætlar að halda áfram að byggja upp Akureyri en þetta er vandasamt verk. Eitt er víst að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru vandanum vaxnir og munu halda áfram að tryggja öll lífsins gæði á Akureyril.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand