Af trausti og vanafestu

Mikið hefur verið rætt um þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem hún lét falla á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar síðastliðinn laugardag, að þingflokk Samfylkingarinnar hafi hingað til skort nægilegt traust, en nú myndi verða breyting þar á. Hefur verið dregið dár að þessum orðum og jafnvel látið í veðri vaka að Ingibjörg Sólrún hafi verið að lýsa yfir vantrausti á þingflokkinn. Það var hún að sjálfsögðu ekki að gera, en eins og oft er í pólitík þá hafa orð hennar verið túlkuð út og suður og reynt að láta þau líta eins illa út og kostur er. segir Þórður Sveinsson formaður UJH í grein dagsins. Mikið hefur verið rætt um þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem hún lét falla á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar síðastliðinn laugardag, að þingflokk Samfylkingarinnar hafi hingað til skort nægilegt traust, en nú myndi verða breyting þar á. Hefur verið dregið dár að þessum orðum og jafnvel látið í veðri vaka að Ingibjörg Sólrún hafi verið að lýsa yfir vantrausti á þingflokkinn.

Það var hún að sjálfsögðu ekki að gera, en eins og oft er í pólitík þá hafa orð hennar verið túlkuð út og suður og reynt að láta þau líta eins illa út og kostur er. En hvað sem því líður, þá er þetta bara hárrétt hjá henni – og það er ekki vegna þess að þingflokki Samfylkingarinnar sé ekki treystandi heldur af allt annarri ástæðu. Það er jú svo að margir kjósa Sjálfstæðisflokkinn án þess að ígrunda stefnu hans að neinu marki heldur af vanafestunni einni saman – bara vegna þess að mamma og pabbi og amma og afi hafa kosið þennan flokk. Fólk hefur talið sér trú um að allir aðrir flokkar séu skipaðir fólki sem ekki megi treysta og að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini ábyrgi flokkurinn.

Þetta sést svo bersýnilega af Íraksmálinu. Þrátt fyrir að Davíð Oddsson, ásamt auðvitað Halldóri Ásgrímssyni, hafi sett nafn Íslands á lista yfir stuðningsríki innrásarinnar í Írak án þess að spyrja kóng eða prest – og þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi allir sem einn varið þessu ákvörðun dyggilega (sjálfsagt með óbragð í munni margir hverjir) – þá féll ríkisstjórnin ekki. Samt sem áður var yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar á móti stuðningsyfirlýsingunni og sjálfsagt hafa fá mál vakið upp jafnmikla reiði meðal Íslendinga. Af hverju í ósköpunum var þá Sjálfstæðisflokknum ekki refsað almennilega í þingkosningum?

Jú, vegna þess að það eru svo margir sem kjósa bara Sjálfstæðisflokkinn af gömlum vana – vegna þess að þeir hafa bitið það í sig að öðrum sé ekki treystandi. Virðist þá engu máli skipta hvaða gloríur Sjálfstæðisflokkurinn gerir.

Þetta blasir bara við og þess vegna var þetta hárrétt sem Ingibjörg Sólrún sagði. Það að koma orðum að þessu er vandasamt – vegna þess að það býður upp á útúrsnúninga og hótfyndni. Engu að síður má þetta ekki liggja í þagnargildi og það verður að koma þeim fjölmörgu, sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn af vanafestunni einni saman, í skilning um að fleirum en bara sjálfstæðismönnum er treystandi.

Greinin birtist í gær á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði – Mír.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand