Aðalfundur UJR eftir 2 daga!

Politik.is vill minna félagsmenn á aðalfund Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík næstkomandi miðvikudag kl. 20 á Hallveigarstíg.Politik.is vill minna félagsmenn á aðalfund Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík næstkomandi miðvikudag kl. 20 á Hallveigarstíg.Áður en hefðbundin aðalfundastörf hefjast munu Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi, og Ellert B. Schram, þingmaður, flytja hressileg erindi: Oddný undir yfirskriftinni ,,Reykjavík er engum lík” og Ellert undir yfirskriftinni ,,Fyrsta skóflustungan”. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, verður fundarstjóri aðalfundarins.

Auk þessa mun verða kosið um nýtt nafn félagsins. Hafa verið gerðar fimm tillögur að nafni félagsins, eftir hinum ýmsu bókmenntapersónum. Eru tillögurnar eftirfarandi:

Hallveig eftir Hallveigu Fróðadóttur í Landnámu Hlynur eftir Hlyni í 101 Reykjavík Karólína eftir Karólínu spákonu í Þar sem djöflaeyjan rís Prímus eftir Jóni Prímus í Kristnihaldi undir jökli Salka eftir Sölku Völku.

Með þessum tillögum fylgir ein lagabreytingartillaga, sem er svohljóðandi:

1. mgr. 1. greinar laga UJR verði svohljóðandi: Nafn félagsins er X, félag Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík,og er félagið aðildarfélag í Ungum jafnaðarmönnum, sem er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar.

Fráfarandi stjórn félagsins hefur gert það að tillögu sinni að kosið verði á milli nafnanna fimm og lagabreytingartillagan borin upp með þeirri nafnatillögu sem fær flest atkvæði. Fái engin tillagnanna fimm yfir 50% atkvæða, skal kjósa aftur á milli þeirra tveggja tillagna sem fá flest atkvæði. Athygli er vakin á því að lagabreytingatillaga þarf að hljóta 2/3-hluta atkvæða til að verða samþykkt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand