Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Garðabæ og Álftanesi (UJGÁ) verður haldinn mánudaginn 8. september 2008 kl. 20:00 í Garðabergi í Garðabæ.Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Garðabæ og Álftanesi (UJGÁ) verður haldinn mánudaginn 8. september 2008 kl. 20:00 í Garðabergi í Garðabæ.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Afhending fundargagna
2. Setning aðalfundar.
3. Kosning starfsmanna aðalfundar: forseta, fundarritara
4. Framlagning ársskýrslu.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning í embætti stjórnar UJGÁ
8. Afgreiðsla ályktana og almennar stjórnmálaumræður.
9. Önnur mál.
10. Fundarslit.
Framboð í stjórn UJGÁ óskast send á Jens Sigurðsson, formann kjörstjórnar, á netfangið jenssigurdsson@gmail.com. Kosið verður í eftirtalin embætti: Formann, varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur.
Á síðasta landsþingi Ungra jafnaðarmanna var tekin sú ákvörðun að aðildarfélög hreyfingarinnar myndu taka upp sérstök nöfn í fyrsta sinn. Hafa félögin hingað til alla jafna einungis verið kölluð eftir þeim bæjarfélögum sem þau starfa í Ungir jafnaðarmenn í Garðabæ og Álftanesi, Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík og svo framvegis en nú stendur til að þeim verði gefin nöfn eftir sameiginlegu nafnaþema. Var ákveðið að þemað myndi vera ,,íslenskar bókmenntapersónur” í víðasta skilningi þeirrar skilgreiningar. Ábendingar að nöfnum eru vel þegnar, hugmyndar óskast sendar á uj@samfylking.is með upplýsingum um hvaðan viðkomandi nafn sé og stuttum rökstuðningi fyrir tillögunni.