Að fylgja samtíðinni

,,Á þessum nýju tímum hafa fyrirtæki okkar aðlagast mjög vel, stærstu fyrirtækja herja á erlenda markaði og eru hætt að þurfa að treysta á hin litla íslenska markað. En þrátt fyrir að fyrirtæki hafi á undanförnum árum gerst alþjóðleg hafa sumir stjórnmálamenn ekki náð að fylgja fordæmi fyrirtækjanna að hugsa alþjóðlega. Þrátt fyrir breyttar aðstæður, hafa sumir stjórnmálamenn ekki fylgt samtímanum.“ Segir Sölmundur Karl Pálsson.

Við Íslendingar lifum á ótrúlegum tímum. Við höfum samskipti á hraða ljósins, samskipti milli heimsálfa fer sömuleiðis á hraða ljósins. Efnahagur landsmanna hefur sjaldan verið betri. Íslensk fyrirtæki hafa farið mikinn fram í útrás, keypt gömul gróin fyrirtæki í Englandi og í Danmörku. Mörg fyrirtækja okkar eru orðinn alþjóðleg og í raun er íslenski markaðurinn orðinn of lítill. Á þessum nýju tímum hafa fyrirtæki okkar aðlagast mjög vel, stærstu fyrirtækja herja á erlenda markaði og eru hætt að þurfa að treysta á hin litla íslenska markað. En þrátt fyrir að fyrirtæki hafi á undanförnum árum gerst alþjóðleg hafa sumir stjórnmálamenn ekki náð að fylgja fordæmi fyrirtækjanna að hugsa alþjóðlega. Þrátt fyrir breyttar aðstæður, hafa sumir stjórnmálamenn ekki fylgt samtímanum.


Smæðin getur hjálpað

Utanríkisráðherra okkar er á ferðalagi um miðausturlönd, vegna framboðs okkar til öryggisráðsins. Þar fór hún í mikilvæga heimsókn til Ísraels og Palestínu. Þar taldi utanríkisráðherra að ef sá möguleiki myndu opnast að við gætum orðið málmiðlarar í friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu væri það skylda okkar að taka það hlutverk. En þingflokksformanni VG fannst það óraunhæft, og taldi að utanríkisráðherra byggi í fílabeinsturni.


En af hverju ættum við ekki að geta tekið að okkur hlutverk í friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu? Málið er að Bandaríkjamenn munu aldrei geta tekið að sér hlutverk sáttasemjara í deilu Palestínu og Ísraels og þrátt fyrir að Bill Clinton hafi reynt það á sínum tíma, hefur sá möguleiki orðið að engu með George W. Bush sem forseta. Því myndi ég telja að Ísland gæti tekið að sér hlutverk í friðarviðræðum Ísraels og Palestínu, á þeim forsendum að Ísland sé herlaust, vopnlaus og friðelskandi þjóð. En til þess að við getum tekið hlutverk að okkur í þessum málum, verðum við að sýna að málefnum þessara þjóða skipti okkur máli, svo að báðar þjóðir geti tekið okkur alvarlega. Ísland er auðvitað ekki það afl í alþjóðlegum stjórnmálum, en við getum gert okkur gildandi á því sviði á næstu árum. Ísland mun líklega ekki spila stærsta hluverkið í tilvonandi viðræðum en sérstaða Íslands gæti verið okkar styrkur. Við verðum því að muna að margt smátt gerir eitt stórt, og okkur ber skylda að hjálpa eins mikið og hægt er við tilvonandi friðarviðræðum þó að við verðum ekki leiðandi í þeim viðræðum.


Ekki lengur litla Ísland

Heimurinn er ávallt að minnka, samskipti eru ekki lengur vandamál fyrir okkur heldur er aðgerðaleysi okkar stærsta vandamálið. Mörg mál eru ekki lengur einungis innanríkismál, þó svo að margir íslenskir stjórnmálamenn vilji halda því fram. Umhverfismál eru alþjóðleg mál, sem kemur okkur öllum við. Hvort sem við lifum á Íslandi eða í Kína. Mansal sem og önnur lögreglumál eru mál okkar allra sem þarf að vinnast með samstarfi þjóða. Ísland hefur undantekningalítið verið þiggendur í öllu alþjóðasamstarfi, en það verður að breytast viljum við gera okkur gildandi í alþjóðlegum stjórnmálum.


Ekki einungis deilur við botni Miðjarðarhafs eiga að koma okkur við, heldur verðum við að taka málefni Afríku upp á okkar arma. Ég tel það skylda okkar sem vel stæð þjóð að stuðla að uppbyggingu Afríku, þurfum t.a.m. að hækka framlög okkar enn frekar í þróunaraðstoð, hjálpa þeim að fá ódýrari lyf og stuðla að frekari fríverslun. Rétt eins og íslensk fyrirtæki á alþjóðavísu bera þau tiltekna samfélagslega ábyrgð, og þar sem þau eru orðin svona stór tel ég að skylda stjórnmálamanna á Íslandi sem og íslenska ríkissins sé að feta í sömu fótspor og íslenskir kaupsýslumenn og gera okkur gild í alþjóðasamstarfi. Nú vil ég að allir stjórnmálamenn á Íslandi fari að hugsa út fyrir eyjuna okkar, og horfast augum við vandamál heimsins, hvort sem þeir eru stjórnarliðar eða í stjórnarandstöðu. Því þegar allir stjórnmálamenn okkar fara að hugsa fram á við, högnumst við öll á því. Aftur á móti ef við lokum okkur að eins og sumir stjórnmálaflokkar vilja, töpum við öll.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag, 1. ágúst 2007.



Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand