Að drekka brúðkaupsdjús

Áfengi er gott – í sæmilegu hófi, auðvitað, rétt eins og flest annað í þessum heimi. Ef krakkar eru aldir upp við það að hófleg áfengisneysla sé hluti af menningu okkar en ekki forboðinn ávöxtur sem ætti helst að njóta á landafylleríum, aukast líkurnar á að þeir geti umgengist vín á eðlilegan hátt. Annað hvort ættu þingmenn að lækka áfengiskaupaaldurinn niður í átján ár eða hækka sjálfræðisaldur upp í tvítugt og helst bílprófsaldurinn líka. Og fermingaraldurinn. Og bara allan aldur yfirleitt. Annað er ekki sanngjarnt.
Um síðustu helgi sat ég og drakk bjór í góðra vina félagsskap…úps. Mátti ég ekki segja þetta? Ég er nefnilega bara átján ára og enn er eitt og hálft ár þangað til ég öðlast nægan þroska til að geta keypt áfengi.

Í haust á að ræða það á Alþingi hvort það væri kannski sniðugt að lækka áfengiskaupaaldurinn niður í átján ár. Ég ætla ekkert að bíða með að koma með pönslænið í þessari grein: núverandi áfengiskaupaaldur er tímaskekkja. Ég vona af öllu mínu hjarta að þingmenn vorir geri sér grein fyrir því að það nær engri átt að fólk þurfi að vera orðið tvítugt til að geta keypt sér áfengi. Og ég er ekki bara að segja þetta af því að ég vilji að ég persónulega hafi betra aðgengi að víni, heldur særir þetta réttlætiskennd mína.

Samkvæmt lögum er ég fullorðin. Það er alveg rétt að ég er ekki í alvörunni fullorðin, að minnsta kosti botna ég ekkert ennþá í helmingnum af því sem maður átti að ,,skilja þegar þú verður orðin stór”, en í augum kerfisins er ég orðin löggild manneskja. Gallup má hringja í mig án þess að biðja um leyfi frá foreldrum mínum og fólk úti í bæ hefur samband við mig dag og nótt til að reyna að troða upp á mig aukalífeyrissparnaði. Og það sem munar kannski meira um: ég er orðin fjárráða og komin á giftingaraldur. Það þýðir að ég get orðið gjaldþrota að vild og ég get líka tekið ákvörðun um að eyða því sem eftir er af lífi mínu með annarri manneskju (eða þannig hljómar það að minnsta kosti í ritúalinu). Sumir myndu halda að maður hefði öðlast sæmilega mikinn þroska ef manni er treyst til að taka ákvarðanir á borð við þessar.

En nei. Mér er ekki treyst til að kaupa áfengi. Ef ég ákveð til dæmis að gifta mig þá má ég ekki bjóða gestum mínum upp á kampavín í veislunni. Appelsínudjús, gjöriði svo vel. Ekkert alkóhól hér. Þetta ósamræmi finnst mér alveg merkilegt. Einkum og sérílagi vegna þess að það er næstum ómögulegt að kljást við fólkið frá aukalífeyrissparnaðinum ódrukkinn.

Framámenn í bindindisfélögum út um allt land hafa verið iðnir við greinaskrif í Moggann þar sem þeir halda því fram að lækkun áfengisaldursins muni stuðla að aukinni unglingadrykkju og sendi þau skilaboð að áfengi sé málið. Ég veit ekki hvort þessir bindindisfrömuðir gera sér grein fyrir því að það heyrir til undantekninga ef átján ára einstaklingur drekkur ekki að staðaldri. Skilaboðin sem lagabreytingarnar myndu senda væri ekki að krakkar ættu endilega að drekka og drekka sem mest, heldur einfaldlega að fullorðnu, átján ára fólki sé treyst til þess að stjórna eigin áfengisdrykkju alveg eins og því er treyst til að stjórna eigin peningamálum og hjúskaparstöðu.

Áfengi er gott – í sæmilegu hófi, auðvitað, rétt eins og flest annað í þessum heimi. Ef krakkar eru aldir upp við það að hófleg áfengisneysla sé hluti af menningu okkar en ekki forboðinn ávöxtur sem ætti helst að njóta á landafylleríum, aukast líkurnar á að þeir geti umgengist vín á eðlilegan hátt. Annað hvort ættu þingmenn að lækka áfengiskaupaaldurinn niður í átján ár eða hækka sjálfræðisaldur upp í tvítugt og helst bílprófsaldurinn líka. Og fermingaraldurinn. Og bara allan aldur yfirleitt. Annað er ekki sanngjarnt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand