Að bæta ráð sitt

Á undanförnum árum hefur flottræfilsháttur í utanríkisþjónustu Íslendinga keyrt úr hófi: Ferða- og risnukostnaði verið hleypt upp úr öllu valdi, íburðarmikil sendiráð og sendiherrabústaðir sprottið upp eins og gorkúlur og embættismönnum fjölgað unnvörpum en til mannvirðinga helst valist skutilsveinar og flokksjálkar – eins ágætir og þeir geta verið. Á undanförnum árum hefur flottræfilsháttur í utanríkisþjónustu Íslendinga keyrt úr hófi: Ferða- og risnukostnaði verið hleypt upp úr öllu valdi, íburðarmikil sendiráð og sendiherrabústaðir sprottið upp eins og gorkúlur og embættismönnum fjölgað unnvörpum en til mannvirðinga helst valist skutilsveinar og flokksjálkar – eins ágætir og þeir geta verið.

Ætli ofþanin utanríkisþjónusta sé komin til að vera eða verða fundin önnur og mannvænlegri not fyrir almannafé? Svo sem að bæta hag barna, eldri borgara eða öryrkja? Eða efla meðferðarúrræði fyrir vímuefnasjúklinga og óharðnaða eða sjúka brotamenn – þeim og samfélaginu til heilla?

Nú stefnir í að Íslendingar verði áfram í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þótt með minni tilkostnaði verði en til stóð. Keppinautarnir eru jú ekki af verri endanum: Tyrkir sem kunnir eru að grófum mannréttindabrotum og Austurríkismenn sem hallir eru undir þjóðernisöfgaflokka. Og hverjir skyldu nú helst hafa sett sig upp á móti því að Tyrkir gætu leitað hófanna um aðild að Evrópusambandinu? Geta menn giskað þrisvar?!

Úr því að meirihluti Alþingis hefur og mun enn verja dágóðu fé til að reyna að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er víst ekki seinna vænna að fara að finna framboðinu skýr og háleit markmið. Eflaust má lengi leita en þrennt kemur einna fyrst upp í hugann: að stuðla að friði sem víðast, að ráða bót á örbirgð í Þriðja heiminum og síðast en ekki síst að beita sér gegn æ ískyggilegri ógn, hugsanlega viðsjárverðustu vá í sögu mannkyns: loftslagsbreytingum af völdum gróðurhúsaáhrifa.

Ætli svona göfugum markmiðum yrði náð með frekari þjónkun við bandarísku alríkisstjórnina?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand