Ungir frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi

Sigurður Orri

Hvað getum við lært af Framsókn?

Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi sýnt okkur að flokkar eiga að vera óhræddir við að vera akkúrat það sem þeir eru, þannig líður fólki best. Við erum sósíaldemókratar. Verum sósíaldemókratar.

Treystir þú Þórólfi?

Treysti Þórólfi vel fyrir sínu verkefni enda hefur hann leitt þjóðina frekar farsællega í gegnum faraldurinn hingað til. Ég vonast samt til þess í framtíðinni að þurfa ekki endilega að sjá hann oft í viku í blöðunum.

Ída

1. Hver er næstbesti kosturinn í komandi kosningum?

Ég myndi segja að Píratar séu næstbesti kosturinn. Þeir eru sammála jafnaðarfólki í grundvallar hugsjónum auk þess sem flokkurinn hefur haldið á lofti málum sem ég tel að séu mikilvæg, t.d. hugmyndum um ýmsar lýðræðisumbætur ekki síst nýju stjórnarskrána.

2. Ertu sófakartafla?

Hmmm…ég er eiginlega bara alls ekki sófakartafla. Ég þarf helst að vera að gera þrjá hluti í einu og er arfaslök í að bingea þáttaraðir. Ég veit ekki hvort það er endilega jákvætt. Ég er allavega meiri “styrktaraðili” Netflix en áhorfandi, þú veist svona eins og sumir segjast vera styrktaraðilar í ræktinni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið