9000 börn fóru ekki til tannlæknis undanfarin 3 ár

Í nýlegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um ferðir barna til tannlækna kemur margt fróðlegt í ljós.

Þar kemur fram að tæp 2.000 barna, 6 ára og eldri, hafa aldrei farið til tannlæknis. Tæplega 9.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis síðastliðin þrjú ár og um 12.000 börn hafa ekki farið til tannlæknis undanfarin tvö ár. Tæp 35.000 barna hafa ekki farið til tannlæknis í eitt ár. Séu yngstu börnin tekin frá þá er fjöldi þessara barna tæp 23.000.

Þetta eru sláandi tölur, sérstaklega í ljósi þess að mælt er með að börn fari a.m.k. tvisvar á ári til tannlæknis.

1000 börn 9-18 ára hafa aldrei farið til tannlæknis
Tæpt 1.000 barna á aldrinum 9-18 ára hefur aldrei farið til tannlæknis
Séu einstakir aldursflokkar skoðaðir þá kemur sömuleiðis margt áhugavert í ljós. Tæplega þúsund 9-18 ára gömul börn hafa aldrei farið til tannlæknis og þar af hafa rúmlega 400 þeirra á aldrinum 15-18 ára aldrei farið til tannlæknis.

1.350 börn á aldursbilinu 9-18 ára hafa ekki farið til tannlæknis undanfarin 5 ár og rúmlega þúsund þeirra voru á aldrinum 12-18 ára. Tæp 3.000 barna á aldrinum 9-18 ára fóru ekki til tannlæknis undanfarin 3 ár. Rúmlega 5.000 börn á þessu aldursbili fengu ekki tannlæknaþjónustu síðastliðin 2 ár.

Efnahagur foreldra hefur áhrif
Það á ekki að hundsa þessi þúsund barna sem ekki fá nauðsynlega tannlæknaþjónustu. Án efa hefur efnahagur foreldra áhrif á ferðir barna til tannlækna. Þrátt fyrir að hið opinbera niðurgreiði tannlæknaþjónustu barna þá er ljóst að sú niðurgreiðsla er einungis hluti af þeim kostnaði sem hlýst af vegna heimsókna barna til tannlæknis.

Tryggingastofnun ríkisins miðar við að greiða 75% kostnaðar við tannlækningar barna en þetta hlutfall er eingöngu miðað við gjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út. Þessi gjaldskrá ráðherrans er hins vegar einungis það verð sem hið opinbera er tilbúið að niðurgreiða tannlæknaþjónustu barna. Það er ekki endilega í samræmi við þann kostnað sem foreldrar verða fyrir.

Tvöfalt kerfi
Verðlagning tannlækna er frjáls sem þýðir að tannlæknum er frjálst að verðleggja þjónustu sína í samræmi við eigin forsendur og mega ekki hafa samráð. Tannlæknar hafa ítrekað bent á að gjaldskrá ráðherra sé ekki í samræmi við kostnaðinn sem hlýst af því að veita þjónustuna. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá ráðherra, sem hún oft er, þá greiða foreldrar mismuninn. Hlutur foreldra í kostnaði vegna tannlæknaþjónustu barna sinna getur því verið talsvert hærri í raunveruleikanum en sem nemur 25%.

Þetta kerfi getur því komið í veg fyrir að efnaminni foreldrar leiti til tannlækna með börn sín. Þá erum við komin með tvöfalt kerfi sem mismunar fólki eftir efnahag og það er ekki hægt að sætta sig við.

Hægt er að sjá svarið í heild sinni hér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið