Við verðum!

,,Það að flytjast til annarrs lands, tjá sig á nýju máli, læra inná framandi menningu og eiga samskipti við nýja þjóð, er alls ekkert auðvelt.“ Segir Lárus Heiðar Ásgeirsson í grein dagsins.

Frelsi, jafnrætti og bræðralag, að ógleymdu lýðræðinu eru langt því frá að vera sjálfgefnir hlutir eða hugmyndir. Sú vinna að koma á jöfnu samfélagi, þar sem allir eiga jöfn tækifæri, kostaði ekki bara blóð, svita og tár margra kynslóða heldur vinnu alls samfélagsins, hugsuða jafnt sem verkafólks. Það sem skapaði vestræn, var sú dirfska að segja sína skoðun hátt og snjallt og takast á við vandamálin.

 Það er komið upp nýtt vandamál á Íslandi, e.t.v. hefur það alltaf verið til staðar, kraumað undir yfirborðinu og beðið færis, en það eru einmitt aðstæðurnar eru það sem kemur þessu málefni upp á yfirborðið, „útlendingavandamál“ eru orðin að íslenskum veruleika. Útlendingarnir sjálfir, á Íslandi sem og annarrs staðar, eru seinir til vandræða, þeir sem búa til vandamálið eru þeir innlendu. Því er orðið „útlendingavandamál“ í rauninni rangnefni. Það að flytjast til annarrs lands, tjá sig á nýju máli, læra inná framandi menningu og eiga samskipti við nýja þjóð, er alls ekkert auðvelt. Til að bæta ofan á erfiðleikana, þá virðist vera vandamál í öllum löndum fyrir þá innfæddu að aðlagast nýbúunum. Sérstakir stjórnmálaflokkar og öfgasamtök eru stofnuð sem að beinlínis vinna gegn aðlögun nýrra íbúa landsins. Þessi þróun er bersýnilega hafin á Íslandi og henni verður að mæta af fullum krafti.

Við á Íslandi sáum þróunina í öðrum löndum og við hefðum getað tekið á henni fyrirfram með opinni umræðu og undirbúið okkur en þess í stað þurfum við að taka á vandamálinu þegar það er komið upp. Okkur vantaði vinnuafl en við fengum manneskjur. Samfylkingin er í ríkisstjórn og loksins hefur Samfylkingin þau völd sem hún á að hafa. Samfylkingin og sérstaklega Ungir Jafnaðarmenn verða að draga vagninn, ef við tökum ekki af skarið í anda jafnaðarstefnu þá stækkar aðeins vandamálið.   

Það sem við þurfum er þverpólitísk samstaða, við sem viljum nýjum íbúum Íslands vel, eigum að taka frumkvæðið í umræðunni og atburðarrásinni. Við eigum að koma umræðunni upp á yfirborðið, engin manneskja er ólögleg og engin á að búa við hatur. Við þurfum á öllum að halda: jafnt fjölmiðlamönnum sem og þingmönnum, ráðherrum og bæjarfulltrúm, borgarfulltrúum, fyrrverandi borgarstjórum, núverandi borgarstjórum og tilvonandi borgarstjórum. Við þurfum á bloggurum að halda og verkafólki, tónlistarmönnum og rithöfundum, bankastafsmönnum, kennurum og sjálfum forsetanum.

Tökum Barack Obama okkur til fyrirmyndar, segjum „Yes. We. Can.“ Hefjum umræðuna uppá annað plan og bætum samfélagið okkar. Við ekki bara getum það, heldur ber okkur skylda til þess.  

Þessi grein er skrifuð af ungum jafnaðarmanni sem er nú búsettur í Vínarborg í Austurríki og er ákall til allra um aðgerðir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand