Velferð í kreppu – hverjum er hægt að treysta?

johannaLEIÐARI Þegar kreppir að og þarf að spara er alltaf freistandi að grípa til niðurskurðar í velferðarmálum. Það er samt ekkert þar með sagt að það sé góð hugmynd.

johanna

LEIÐARI Þegar kreppir að og þarf að spara er alltaf freistandi að grípa til niðurskurðar í velferðarmálum. Það er samt ekkert þar með sagt að það sé góð hugmynd.

Niðurskurður til velferðarmála bitnar oftar en ekki harðast á þeim sem síst skyldi, fólkinu sem fyrir stendur höllustum fæti í samfélaginu. Fólki sem þarf oft að leita læknis eða þarf einhverra hluta vegna á félagslegum úrræðum að halda. Því fólki sem kreppan fer auðvitað hvað verst með.

Þegar árar eins og nú og öllum er ljóst að einhverju þarf að fórna verður að taka slaginn fyrir velferð til þess að þjónustan nái að halda sjó í gegnum kreppuna. Við getum alveg stólað á að fólkið sem sat í ríkisstjórn meðan vel áraði og sýndi engan áhuga á að byggja þjónustuna upp þá mun ekki berjast fyrir bættum félagslegum úrræðum núna, jafnvel þó að slík loforð kunni að koma upp í aðdraganda kosninga.

Við getum aftur á móti treyst 100% á Jóhönnu Sigurðardóttur, konu sem hefur í gegnum árin ávallt staðið með þeim sem minnst eiga, alltaf reynt að forgangsraða í átt til þeirra sem mest þurfa á að halda. Hún mun halda áfram að passa upp á velferðarþjónustuna jafnvel þótt að henni verði alveg örugglega sótt á næstu misserum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand