Varðandi umræðuna

Valgeir Helgi Bergþórsson spyr sig í framhaldinu á umræðunni um að Ísland geti ekki sinnt öllum þeim einstaklingum sem flytjast hingað að hvernig það má það vera að miðað við allan þennan fjölda sem hefur flutt hingað til Íslands að það er ekki meira atvinnuleysi en það er í dag.

Það er búið að vera núna mikið í umræðunni um stöðu Íslands varðandi einstaklinga sem eru að öðru þjóðarbroti en okkar eigin, m.ö.o. innflytjendur. Ætla ég hér að spekúlera aðeins í því hvernig staðan er á þessu og hvað eigi að taka til ráða.

Í umræðunni sem kom upp með vissum umælum Magnúsar Þór Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Ekki ætla ég mér að fara nákvæmlega útí það sem hann hafði eftir sér en þó ætla ég að benda á það sem mér sýnist vera megin atriði þess.

Þau tel ég vera:

  1. Íslendingar séu ekki nógu fjölmennir fyrir og með frjálsu flæði einstaklinga frá Austur-Evrópu verður Íslendingum kaffært í sínu eigin landi.
  2. Einstaklingar af erlendu bergi taka að sér vinnu á lægri launum en Íslendingar og þannig taki störf frá þeim.
  3. Innflytjendur séu ekki reiðubúnir og/eða viljugir til þess að læra íslensku.
  4. Talsverður menningarmunur sé á þessum aðfluttu einstaklingum og Íslendingum.
  5. Talsvert er um að skipulögð glæpastarfsemi sé að ná fótfestu hérna þökk sé innflytjendum frá þessum löndum.
  6. Ríkistjórnin hefði átt að nýta sér þá varnagla sem við eigum inni, og ættum í raun að stoppa alveg flutning erlends atvinnuafls frá Austur-Evrópu.

Ætla ég nú að taka það að mér að svara þessum punktum og færa mótrök og vonandi sýna ykkur minn góði lesandi að þetta sé ekki neitt annað en kosningabragð hjá Frjálslynda flokknum.

Varðandi fyrsta og annan punktinn þá er vissulega aukning á fólki af erlendu bergi komið hingað inn til landsins, og skv. því sem hefur verið sett framm þá eiga einstaklingar sem hafa annan ríkisborgararétt, en íslenskan, um 80.000 árið 2015. Stórlega efast ég það að þessar upplýsingar séu réttar og það eru einfaldlega nokkrar ástæður fyrir því, eru athugasemdir mínar hérna:

  1. Svo ég sjá þá er ekki gert sérstaklega ráð fyrir þeim sem eru eingöngu hérna í skamman tíman – vinna s.s. skammtímavinnu og fara svo af landi brott (t.d. Kárahnjúkavirkjun).
  2. Huganlega er að ræðu um fólksflutningabylgju til landsins á meðan erfiðleikar eru í heimalandi sínu, um leið og komin er stöðugleiki þar þá flyst það aftur (t.d. flóttamenn).
  3. Margir einstaklingar hérna sem ætla sér að vinna hérna uns þeir komast á eftirlaun, þegar þeir hafa svo náð eftirlaunum þá flytja þeir aftur heim og lifa mun betra lífi þar á þessum fáum krónum sem eru greiddar hérna í eftirlaun.

Þetta eru nokkrar athugasemdir mínar, og vafalaust eru nokkrar aðrar sem hægt er að benda á varðandi þetta. En höldum áfram á fyrsta punktinum sem var að Íslendingar séu ekki nógu margir til að geta tekið við þessum fjölda, en við verðum líka að líta í átt til þess að það eru margir sem flytja í brott frá landinu, sem og þessar upplýsingar sem ég hef fengið frá Hagstofunni:

Innfluttir eru rauði parturinn og brottfluttir blá parturinn. (sjá mynd)

Eins og má sjá á þessu grafi þá hafa brottfluttir tekið kipp eftir að innflutningsbylgju, vissulega verður eitthvað af fólki eftir, og eru það oft einstaklingar sem verða eftir en hafa verður í huga að þeir eru oft einstaklingar sem finna sér maka hérna, eða hafa fleiri ástæður til að setjast hérna að. Einnig verður að hafa í huga að börn sem koma með þeim sem flytjast hingað að eru teknir inn í þessar tölu og eru í raun í bestu aðstöðunni til að aðlagast land og þjóð.

Varðandi það að Ísland geti ekki sinnt öllum þessum einstaklingum sem flytjast hingað að, þá spyr ég hvernig má það vera að miðað við allan þennan fjölda sem hefur flutt hingað til Íslands að það er ekki meira atvinnuleysi en það er í dag, s.s. 2.6% skv. Hagstofunni, er þessi tala talinn vera á mörkunum á því sem kallað er leitaratvinnuleysi (sem er 1,5% – 2,5%). M.ö.o. við getum dregið þá niðurstöðu að það er næg atvinna í augnablikinu fyrir næstum því alla, og þar sem íslenska hagkerfið er búist við mýkri lendingu en áður var búist við. Og þá mun náttúrulega vera aukið atvinnuleysi en er núna, en aftur á móti þá væri betur hægt að miða við svipaðar aðstæður og núna.

Sem sagt þar með er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að innflytjendum er ekki hægt að kenna innflytjendum um að ekki verði næg vinna þegar kreppir að hagkerfinu okkar, í öðru lagi það er ekki hægt að sjá annað að hagkerfið okkar geti vel séð fyrir öllum þessum fjölda.

Varðandi lágu launin verðum við að líta í okkar eigin barm, það er að íslenskir yfirmenn og fyrirtækja eigendur eru þeir sem greiða lágu launin. Við skulum bara setja þetta upp þannig að það er tryggt að allir skilji það. Erlendur starfskraftur kemur til að finna sér vinnu, hann áttar sig á því að hann á ekki mikla möguleika að fá há laun, þar sem hann kann ekki íslensku. Svo að hann sættir sig við þann möguleika á því að fá vinnu þar sem launin eru ekki há.

En afhverju skyldi einstaklingur flytja til lands þar sem hann getur lent í þessari aðstöðu. Svarið getur verið mjög einfalt, það er að einstaklingur sér ekki möguleika á því að fá vinnu eða möguleika á því að framfæra sér og sinni fjölskyldu. Líka gæti hann verið að sætta sig við það aðtaka lægri laun í ókunnugu landi sem er öruggara en heimaland sitt. Svo að sú hræðsla að það sé að verða til láglauna vinnuhópur hérna er heimatilbúinn. Við getum sjálfum okkur kennt, því við erum ekki að kynna fyrir innflytjendum þau réttindi sem þeir eiga rétt á, vissulega er Alþjóðahúsið, o.fl., að reyna að takast á við þennan vanda, en þar kemur gamla góð vandamálið inn fjármagn (mun ég fjalla um það seinna meir þegar ég tek fyrir íslensku kennslu og menningu).

Þá er komið að þriðja atriðinu sem ég ætla að taka saman við fjórða punktinn. Það er vissulega menningarlegur munur á milli allra þjóða í heimi, meira að segja ef þú villt fara nánar út í það þá er hægt að segja að það er menningarlegur munur á milli Akureyrar, Reykjavíkur og Egilsstaða. Og náttúrulega er líka tungumálamunur á milli þjóðanna, en hugsið ykkur hvað við værum stolt þjóð að vita að einhver í Austur-Evrópu hefði tekið sig til og lært ísl. vel og þá vegna þess að honum þætti hún falleg, eða hugsanlega mikilvæg.

En við skulum halda áfram þessari umræðu, varðandi afhverju ég ákvað að sameina tungumál og menningu sem einn og hinn sama hlut er mjög einföld ástæða, menning er rosalega stór hlutur af máli hverrar þjóða – er einna best hægt að sjá hversu stór hlutur með því að líta á vissa grein Mannfræðinnar sem rannsakar sérstaklega tungumál þjóða til þess að komast að menningu þeirrar þjóðar (það sama hefur verið gert með okkar tungumál).

Ef við getum sætt okkur varðandi þessa hugmynd þá skulum við líta á hvernig staðið er að íslenskukennslu, vissulega er unnið frábært starf varðandi það miðað við það litla fjármagn sem er veitt í þessa starfsemi. Og meira að segja voru skorin niður fjárlög til eins af helstu aðilunum, sem sjá um þess starfsemi, í Reykjavík., Alþjóðahúsinu.

Síðan skal litið á það að einstaklingar af erlendu bergi brotnu geta tekið námskeið í íslensku sem eru ekki ódýr – verðið getur verið í kringum 30.000 kr. og eru þar að ekki löng. En afhverju þarf þetta að kosta, afhverju má ekki innflytjandi sem borgar skatta að fá að njóta þess að vera skattgreiðandi og borga fyrir svona námskeið með sínum sköttum í stað staðgreiðslu?

En lítum aðeins meira á þá staðreynd, þetta er ekki bara 30.000 kr. því við verðum að reikna inní þetta að einstaklingur gæti orðið fyrir vinnutapi þar sem kennsluaðilar eru með þetta á mismunandi tímum, sem oft lenda inní vinnudeginum eða rétt fyrir byrjuna hans, eða enda. Fyrir utan náttúrulega þann möguleika að íslensku kennslan fer ekki fram á því tungumáli sem einstaklingurinn kann, ásamt því að vera hugsanlega ólæs á latneska stafrófið eða ólæs yfir höfuð, þar að auki hugsanlega lesblindur.

Þannig að við getum ekki sagt að það sé engin löngun hjá innflytjendum til að læra okkar tungumál og menningu – hann veit stundum ekki hvar hann getur nálgast svona upplýsingar eða hann hefur ekki efni á því. En ég ætla að taka framm að ég er ekki þar með að segja sumir vilja ekki læra, ég held frekar að það sé mjög smár hluti af hópnum, og við eigum ekki að dæma út frá því.

Nú er komið svo að fimmta punktinum sem ég ætla að taka á hérna, skipulögð glæpastarfsemi sem á að fylgja innflytjendum. Varðandi þetta þá ætla ég að fjalla stuttlega um. Skipulögð glæpastarfsemi er nokkur hlutur sem við verðum bara að átta okkur á að er vandamál hins nútíma heims. Það sem mér finnst svo mjög rangt er að tengja bara Austur-Evrópubúa við það, við ættum enn og aftur að líta á það að Íslendingar eru ekki saklausir englar þegar hér kemur að. Vegna þess að ef við byggjum ekki til aðstæður þar sem svona getur þrifist, þá væri það ekki til. Einnig verðum við að átta okkur á því að það er alveg augljóst að Íslendingar eru þátttakendur í skipulegðri glæpastarfsemi, fer það ekkert á milli mála. Til að takast á við svona vandamál eigum við frekar að afla öllum aukna möguleika á því að koma sér í þá stöðu að þeir geti aflað sér sómasamlegs viðurværis. En þó eru alltaf einhver skemmd epli, sem eru alltaf rotin, en við eigum samt ekki að dæma heilan hóp út frá svona minnihluta.

Að lokum að sjötta og seinasta atriðinu þá skulum við kíkja á þá staðreynd að við erum búin að sækja um frestun, en það er bara frestun. Við verðum að búa okkur undir það að sinna þörfum þessa einstaklinga, svo að þeir geti aðlagast og fengið sömu möguleika og við öll. Með því búum við til góðan möguleika á raunverulegum jöfnuði hérna, þar sem allir geta lifað sómasamlegu líf óháð kyni, litarhætti, trúarbrögðum og fleiru.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand