Vaknaðu æska, því þitt er landið!

Röskva hefur sett mjög skýra stefnu í málefnum stúdenta. Röskva vill ganga lengra en mótherjarnir. Það verður ekki fram hjá því horft að réttindabarátta háskólanema er hápólitísk. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir mikilvægum pólitískum málefnum og beina sjónum sínum einvörðungu að minni málefnum. Stúdentar verða að taka höndum saman um að gefa skýr skilaboð til stjórnsýslu Háskóla Íslands og stjórnvalda um hvers konar nám þeir vilja og úr hvers konar háskóla þeir vilja útskrifast. Ég er sannfærður um að besta leiðin til þess að hafa áhrif sé að ganga til liðs við Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Mikið er ég ánægður að búa í bæjarfélagi þar sem ungu fólki er annt um stöðu sína. Þar sem ungt fólk lætur í sér heyra og vill vekja máls á stöðu sinni. Á þriðjudag mótmæltu Háskólanemar hér á Akureyri fjársvelti menntstofnunar sinnar. Háskólanemar hér á Akureyri hafa fengið sig fullsadda af sinnu- og áhugaleysi Menntamálaráðuneytisins. Hér á Akureyri stendur ungt fólk og mótmælir ef því finnst á því brotið.

Menntskælingar hér á Akureyri funduðu á Ráðhústorginu í dag og mótmæltu harðlega skerðingu náms til stúdentsprófs. Það var mjög ánægjulegt að vakna við hróp þeirra og köll á Ráðhústorginu. Þá fann ég að ungt fólk vill hafa eitthvað um sín mál að segja hér fyrir norðan. Það er einmitt mjög mikilvægt að ungt fólk viti að það sé hlustað á það. Það er ekki hægt að ráðskast með framtíð íslensku þjóðarinnar endalaust.

Í báðum þessum tilvikum eru ungir einstaklingar að rísa upp og berjast fyrir menntun sinni. Ungt fólk vill að stjórnvöld standi vörð um menntun þeirra. Áform ríkisstjórnarinnar um skerðingu náms til stúdentsprófs, og fjárhagsstaða Háskólans á Akureyri eru skýr dæmi um vanhirðu stjórnvalda í menntamálum. Þessu þarf að breyta, og það tafarlaust.

Ungt fólk á Akureyri er meðvitað um stöðu sína og vill umbætur. Það er hinsvegar sorglegt að þessi hópur á sér ekki málsvara innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hér á Akureyri. Flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Ungu fólki var úthýst af Sjálfstæðisfélaginu í prófkjöri flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Það er mikilvægt að rödd unga fólksins heyrist og ungt fólk eigi sér málsvara í fremstu víglínu stjórnmálanna.

Það að ungt fólk sé meðvitað um stöðu sína í þjóðfélaginu er frábært. Það vill breytingar. Byrjum á því að breyta til í stjórnmálum hér á Akureyri í vor. VAKNAÐU ÆSKA, ÞVÍ ÞITT ER LANDIÐ.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand