Ungir frambjóðendur: Aron Leví Beck

Aron Leví Beck gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram dagana 9. –10. febrúar.

Nafn: Aron Leví Beck

Starf/menntun: Málari og byggingafræðingur sem starfa á arkitektastofu við að hanna hús.

Fjölskylduhagir: Ég bý nú yfirleitt einn í Laugardalnum, en stundum með ömmu.

 

Hvers vegna ákvaðst þú að gefa kost á þér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík?
Ég vil berjast fyrir bættum lífskjörum ungs fólks. Reykjavík á að vera lifandi borg þar sem fólk hefur val um fjölbreyttar samgöngur, auðvelt er að komast á milli borgarhluta og þar sem fjölskyldufólk hefur það gott. Ég vil vera málsvari ungs fólks í borgarstjórn og þess vegna gef ég kost á mér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.

 

Af hverju ert þú jafnaðarmaður?
Trú mín er sú að saman byggjum við öflugt samfélag. Styrkleikar fólks liggja á misjöfnum sviðum og því ég tel mikilvægt að fólk fái tækifæri til þess að rækta þá og nýta sem allra best.

Hver verða þín helstu baráttumál í borgarstjórn?
Að bæta stöðu ungs fólks, húsnæðismálin, fjölbreyttar samgöngur og hagur barna og fjölskyldufólks í borginni.

Leyndur hæfileiki:
Ég get leyst Rubik’s kubb á innan við 40 sekúndum!

Fyrirmynd í stjórnmálum:
Olof Palme að sjálfsögðu.

Ungir frambjóðendur er röð viðtala við unga frambjóðendur (18-35 ára) Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum  2018. Hafir þú áhuga á umfjöllun eða vilt benda á ungan frambjóðanda er hægt að senda póst á Ingu Björk, varaformann Ungra jafnaðarmanna, á inga@uj.is.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand