UJ heimsækir forseta Íslands

Ungir jafnaðarmenn fóru á fund forseta lýðveldisins á Bessastöðum, Ólafs Ragnars Grímssonar, og ræddu hugsjónir hans varðandi framtíð Íslands.

Ungir jafnaðarmenn fóru á fund forseta lýðveldisins á Bessastöðum, Ólafs Ragnars Grímssonar, og ræddu hugsjónir hans varðandi framtíð Íslands. Meðal umræðuefna voru erlendar fjárfestingar á Íslandi út frá ummælum forseta, opnun nýrra siglingaleiða vegna hlýnunar jarðar og þáttaka Íslands í Evrópusamstarfi.

Eins og fram kom í viðtali við forsetan í The Banker um erlendar fjárfestingar á Íslandi þá varar forsetinn við því að leyfa of miklar erlendar fjárfestingar á stuttum tíma, til að tryggja að efnahagskerfið ofhitni ekki.

Í viðtalinu kemur eftirfarandi fram: „Despite his country’s problems, Mr Grimsson says he is not seeking foreign investment into Iceland and implies that it is unnecessary. He claims that there is plenty of demand for Iceland’s products and services, particularly its geothermal energy expertise, and that encouraging too much foreign investment into the country could even overheat the economy. He is convinced that foreign investment was the main reason why Iceland was hurt so severely by the financial crisis and as such he does not see the country opening its doors to foreign investors in the near future. In his opinion, any foreign investment that does come will be more regulated and on a smaller scale than before the crisis.“

Forsetinn ræddi einnig nýja siglingaleið um norðurslóðir frá Asíu til Ameríku. Hlýnun jarðar og bráðnun íss gæti orðið til þess að ný siglingaleið yrði til sem færi framhjá Íslandi og Grænlandi sem gæti haft veruleg áhrif á stöðu Íslands í umheiminum. Forsetinn benti á að þónokkur umfjöllun hafi verið erlendis sem ekki hafi náð hingað nema að litlu marki, þó um sé að ræða mögulega mjög mikla hagsmuni fyrir Ísland. Íslendingar, ekki síst unga kynslóðin, þyrfti að kynna sér þessar hugmyndir.

Sögu þjóðarsambanda var mikið rædd, þá hugmyndafræði sem Evrópusambandið byggir á og skýrslu sameinuðu þjóðana um hagspár framtíðar.

Vel var tekið á móti hópnum, farið var í skoðunarferð um Bessastaði í lok heimsóknar og þökkum við forseta Íslands kærlega fyrir móttökurnar, jólakökuna og tesopan.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand