UJ á þingi ECOSY í Búkarest

Síðastliðna helgi sátu fulltrúar Ungra jafnaðarmanna þing ECOSY, samtaka ungliðahreyfinga jafnaðarmanna í Evrópu. Þingið var haldið í Búkarest, Rúmeníu.

Síðastliðna helgi sátu fulltrúar Ungra jafnaðarmanna þing ECOSY, samtaka ungliðahreyfinga jafnaðarmanna í Evrópu. Þingið var haldið í Búkarest, Rúmeníu. Vegna þess að Ísland er nú umsóknarríki að ESB samþykkti þingið fulla aðild UJ að samtökunum, en til þessa hefur UJ verið áheyrnaraðili.

Á þinginu sátu yfir 200 fulltrúar víðs vegar að í Evrópu, bæði frá ungliðahreyfingum jafnaðarmanna- og sósíalistaflokka og frá stúdentahreyfingum. Stefnuskrá samtakanna fyrir næstu tvö árin var samin á þinginu og ályktanir um ýmis mál samþykktar. Má þar m.a. nefna ályktanir um róttækar breytingar í orkuöflun til að vinna bug á hlýnun jarðar, gegn kynbundnu ofbeldi, um engin skólagjöld í háskólum og um að samkynhneigðir eigi að njóta réttinda til jafns við aðra.

Flest samfélög í Evrópu standa frammi fyrir miklum vanda í efnahagsmálum og því er mikilvægt að jafnaðamenn séu tilbúnir með réttlátar lausnir. Á þinginu gafst fulltrúum landanna tækifæri á að skiptast á hugmyndum og upplýsingum um hvernig farið er að í hverju landi og hvað betur megi fara. Fulltrúar UJ gátu frætt félaga sína í Evrópu um hvaða leiðir hafa verið farið í kreppunni á Íslandi, enda var fulltrúum annarra landa mjög umhugað um ástanda mála hér. Í stjórnarkjöri hlaut Kaisa Penny frá Finnlandi kosningu sem formaður samtakanna til næstu tveggja ára.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand