Hvar eru tækifærin til framtíðar?

Auðlindirnar í sjónum í kringum Íslandi skipta miklu máli í íslenska hagkerfinu. Það má ekki gera lítið úr því. En er það í fiskveiðum og fiskvinnslu sem vöxtur hagkerfisins mun eiga sér stað í framtíðinni?

Miðað við umræðuna undanfarin misseri, bæði varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið og varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB, hafa öflug hagsmunasamtök haldið á lofti mikilvægi fiskveiðiauðlindarinnar í íslensku efnahagslífi. Landsamband íslenskra útvegsmanna er andvígt aðild Íslands að ESB og berjast hatrammlega gegn réttlátum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í síðarnefndi baráttunni hefur LÍÚ fengið Samtök atvinnulífsins í bandalag með sér, og þannig tekið sér stöðu gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi.

Auðlindirnar í sjónum í kringum Íslandi skipta miklu máli í íslenska hagkerfinu. Það má ekki gera lítið úr því. En er það í fiskveiðum og fiskvinnslu sem vöxtur hagkerfisins mun eiga sér stað í framtíðinni? Mannfjöldaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa á Íslandi. Samhliða þessari fjölgun verðum við að gera ráð fyrir fjölgun starfa í hagkerfinu. Það væri glapræði að gera ráð fyrir að störfum í tengslum við sjávarauðlindirnar muni fjölga verulega á næstu árum. Þess vegna er mjög erfitt að skilja þessa einhliða baráttu SA í þágu útvegsmanna. Barátta SA ætti ekki snúast um vernda einn hluta hagkerfisins frá breytingum, en hunsa síðan að mestu leyti baráttuna fyrir því að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar.

Hjá SA hljóta menn að gera sér grein fyrir þeim kostum sem aðild Íslands hefði fyrir íslenskt atvinnulíf. Að því gefnu að aðildarsamningur feli í sér viðunandi niðurstöðu um auðlindir í sjó, þá myndi aðild Íslands að ESB fela í sér ótal tækifæri fyrir þróun atvinnulífsins, m.a. með aðhaldi í efnahagsstjórn og afnámi gjaldeyrishafta. Vonandi snúa SA sér að þessari mikilvægu baráttu fyrir eðlilegum vexti atvinnulífsins frekar en að vernda örfá sjávarútvegsfyrirtæki með takmarkaða vaxtarmöguleika.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand